Píratar XP

Uppfærðir útreikningar

Komið hefur í ljós að villa var í útreikningum sem lágu til grundvallar fjármögnunaráætlun á kosningastefnu Pírata. Villan fólst í því að samskattaðir einstaklingar voru í vissum tilvikum tvítaldir. Þetta leiddi af sér, eins og fjölmiðlar hafa greint frá, að kosningastefnan var ekki fullfjármögnuð.

Svona villur eru vissulega vandræðalegar, en þetta atvik sannar einfaldlega mikilvægi gagnsæis. Píratar gefa út áætlanir sínar til þess einmitt að hægt sé að rýna þær, koma auga á möguleg mistök og leiðrétta þau. Þetta þykir okkur betri pólitík en að lofa gulli og grænum skógum án þess að gera einu sinni tilraun til að útskýra hvar gullið og skógana er að finna.  

Skattalækkun undir þingmannalaunum

Til þess að standa við gefin loforð endurskoðuðum við forsendur áætlunarinnar og gerðum viðeigandi breytingar á áætluðum tekjum og gjöldum. Meðal annars er stefnt að færa almennan varasjóð í nauðsynlega og lögbundna fjárhæð. Þá er miðjuskattþrepið fært úr 37,95% í 39,5% og hæsta skattþrep í 53%. Vegna hækkunar persónuafsláttar um 20.000 kr. samhliða þessum breytingum munu þær koma til með að lækka skattbyrðar á alla einstaklinga sem eru undir 1.225 þ.kr. á mánuði, eða sem samsvarar launum þingmanna. Aðgerðir Pírata fela þannig í sér lækkun á skattbyrði fyrir rúmlega 90% launafólks, og er lækkunin meiri eftir því sem launin eru lægri.

Uppfærð áætlun um fjármögnun kosningastefnu er nú að finna hér þar sem sjá má allar helstu forsendur og áætlun.

Píratar fagna gagnrýnni umfjöllun um áætlanagerð stjórnmálaflokka. Umfjöllun fjölmiðla hefur nú gefið okkur færi á að uppfæra áætlanir okkar og getum við þannig gefið kjósendum betri mynd af því hvernig framkvæmd þeirra kemur út.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X