Ungir Píratar vilja bæta aðbúnað hælisleitenda og flóttafólks!

Ályktun frá félagsfundi Ungra Pírata 29. mars 2017

Ungir Píratar vilja bæta aðbúnað hælisleitenda og flóttafólks!

Ungir Píratar krefjast þess að íslensk stjórnvöld og Útlendingastofnun bæti aðstöðu flóttafólks og hælisleitenda hér á landi.

Fjölmiðlar hafa ítrekað sýnt fram á slæman aðbúnað hælisleitenda og flóttafólks og nú nýlega gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur athugasemdir við aðstæður á Víðinesi þar sem hælisleitendur eru hýstir. Ekki bara eru húsakynnin skemmd og skítug og maturinn kaldur heldur eru hælisleitendur einnig einangraðir á þessum stað og fólk sem hefur óskað eftir því að heimsækja fólkið fær ekki leyfi yfirvalda til þess. Á Víðinesi er öryggisgæsla sem bannar allar heimsóknir jafnvel þó að heimafólk vilji fá heimsókn. Einnig er ferðafrelsi þeirra mjög takmarkað þar sem að einungis er boðið upp á eina ferð til og frá Víðinesi á dag. Þessi skortur á frelsi eykur einnig á einangrunina.

Hvaðan koma þessar úr sér gengnu og ómannúðlegu reglur?

Það er ekki boðlegt að láta fólk sem er að flýja stríð og óöryggi í heimalandi sínu búa hér á Íslandi við heilsuspillandi aðstæður bæði andlega og líkamlega. Lagið þetta, núna!

Ungir Píratar

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....