Vilt þú hjálpa Pírötum að bjóða fram í næstu kosningum, án nokkurra skuldbindinga? Það er einfalt!
Píratar eru núna að að safna undirskriftum fyrir framboðslistana sína um allt land. Í ljósi aðstæðna fer undirskriftasöfnun fram með rafrænum hætti.
Ferlið er einfalt. Þú velur kjördæmið þitt hér að neðan og við það opnast island.is. Þar er eftirleikurinn auðveldur.
Ef þú velur vitlaust kjördæmi eða ert ekki viss hvaða kjördæmi þú tilheyrir þá er óþarfi að örvænta. Island.is mun gefa þér villuboð og biðja þig um að velja annað kjördæmi.
Það að veita undirskrift er engin skuldbinding og er algjörlega nafnlaus. Við Píratar yrðum ævinlega þakklát ef þú gætir aðstoðað okkur í þessu og gerðir Pírötum kleift að bjóða fram í næstu kosningum.
Nánari upplýsingar og myndir af kjördæmaskiptingunni má nálgast hér.
Veldu kjördæmið þitt (lögheimili). Undirskriftin fer fram á island.is og er einföld og fljótleg.