Umhverfisþing Pírata

https://hladvarp.piratar.is

Umhverfisþing Pírata fer fram á laugardag, 21. nóvember. Það hefst klukkan 11 og stendur til 14 en hægt verður að fylgjast með því á fundir.piratar.is Meðal framsögufólks á þinginu er Andri Snær Magnason rithöfundur, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í sjálfbærnivísindum og sérfræðingur í velsældarhagkerfinu.

Umhverfisþingið er vettvangur fyrir sérfræðinga, frumkvöðla og hugsuði til að ræða loftslagsmál og sjálfbæra framtíð í víðu samhengi. Framsögufólk mun þannig ræða allt frá nýjum og grænum fyrirtæki yfir í breyttan hugsunarhátt og algjöra umbreytingu hagkerfa.

Meðal framsögufólks er:

🌿Andri Snær Magnason, rithöfundur
🌿Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í sjálfbærnivísindum og sérfræðingur í velsældarhagkerfinu
🌿Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar
🌿Logi Unnarson Jónsson, stjórnarmaður í Hampfélaginu
🌿Geir Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands
🌿Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata
🌿Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur

Að ræðum lokum munu þau svara spurningum þátttakenda á þinginu, sem hefst sem fyrr segir klukkan 11. Útsendinguna frá þinginu verður hægt að finna á laugardag á slóðinni https://hladvarp.piratar.is/