Um kynningu á frambjóðendum

Kæru Píratar.

Sextán framboð bárust vegna setu í framkvæmdaráði Pírata, fjórir buðu sig fram til setu í úrskurðarnefnd og einn gaf kost á sér sem skoðunarmaður reikninga. Framboðsfrestur til setu í nefndum og ráðum Pírata sem kosið verður í á aðalfundi félagsins helgina 26.-27. ágúst rann út á miðnætti. Átta verða kosnir í framkvæmdaráð, auk þess sem tveir aðalfundargestir verða valdir í ráðið með slembivali. Þá verður kosið um hvaða þrír aðilar verða aðalmenn í úrskurðarnefnd og hverjir verða varamenn. Þar sem aðeins eitt framboð kom vegna skoðunar reikninga félagsins verður borið undir aðalfundargesti að óska eftir fleiri framboðum á fundinum en tvo skoðunarmenn þarf lögum félagsins samkvæmt. Þá er einnig gert ráð fyrir því í lögum Pírata að tveir varamenn séu í úrskurnarnefnd og því verður borið undir aðalfundargesti að óskað verði eftir fleiri framboðum í það á fundinum.

Frambjóðendur til setu í framkvæmdaráði, í stafrófsröð:

Ásmundur Alma Guðjónsson
Bergþór Heimir Þórðarson
Bjarki Hilmarsson
Elsa Kristjánsdóttir
Elsa Kristín Sigurðardóttir
Eysteinn Jónsson
Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
Hans Benjamínsson
Huginn Þór Jóhannsson
Kristján Atli Baldursson
Oktavía Hrund Jónsdóttir
Rannveig Tenchi
Sigurður Á. Hreggviðsson
Sindri Viborg
Snæbjörn Brynjarsson
Unnar Þór Sæmundsson

 

Frambjóðendur til setu í úrskurðarnefnd, í stafrófsröð:

Egill Harðarson
Fannar Steinn Steinsson
Júlíus Blómkvist Friðriksson
Nói Kristinsson

 

Skoðunarmaður reikninga:

Jason Steinþórsson

 

Kynning á frambjóðendum fer fram með þrennum hætti:

A. Frambjóðendur skrifa stutta kynningu á sjálfum sér ásamt ástæðum þess að þeir bjóða sig fram til setu í framkvæmdaráði. Textinn í heild má að hámarki vera 300 orð og skal senda hann á framkvaemdastjori(hjá)piratar.is Einnig þarf að senda góða mynd af sér og tiltaka hagsmunaskráningu en sú skráning telst ekki inni í orðunum 300. Frestur til að skila inn þessum gögnum rennur út sunnudaginn 20 ágúst kl. 12 á hádegi. Þau verða síðan gerð aðgengileg á Piratar.is

B. Fimmtudagskvöldið 24. ágúst kl 19.00-21.00 verður opið hús í Tortuga, Síðumúla 23 í Reykjavík, þar sem frambjóðendur geta mætt og kynnt sig með óformlegum hætti. Þar gefst áhugasömum frambjóðendum einnig kostur að láta taka upp 1-3 mínútna kynningarmyndband af sér. Þeir sem ekki komast á fundinn geta tekið þátt í fjarfundi. Ennfremur geta þeir frambjóðendur sem ekki  komast fengið leiðbeiningar um gerð myndbands sem þeir síðan senda til framkvæmdastjóra. Öll myndböndin verða gerð aðgengileg á Piratar.is

C. Aðalfundurinn fer fram í Valsheimilinu að Hliðarenda og þar munu útprent af skriflegu kynningunum vera aðgengileg ásamt mynd af frambjóðendum. Annars mun ekki vera sérstök kynning á einstökum frambjóðendum á aðalfundinum utan þess að nöfn þeirra verða lesin upp.

 

Við minnum á að skráning á aðalfundinn stendur yfir. Þið skráið ykkur hér https://piratar.is/um-pirata/log-og-reglur/adalfundur/adalfundur-pirata-2017/

 

YARR!