Tveir áhugaverðir umræðufundir á Borginni á morgun, föstudag

RIFF – Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík – heldur áfram að standa fyrir áhugaverðum umræðufundum sem tengjast efni mynda á dagskrá hátíðarinnar. Á morgun, föstudag, verða haldnir tveir merkilegir og spennandi umræðufundir.
 
4. OKTÓBER:
EFNAHAGSHRUNIÐ OG KVIKMYNDIN
14.30-16.00 – Hótel Borg.
Hér ræða þrír grískir leikstjórar málin við þrjá íslenska leikstjóra. Grikkland er sérstakur gestur RIFF í ár og skoðað verður hvernig efnahagsvandamál hefur haft áhrif á kvikmyndagerð beggja landa. Þó ekki margar íslenskar kvikmyndir hafi fjallað um hrunið sjálft hafa þó nokkrar leikstjórar notast við myndlíkingar því tengdu í verkum sínum. Sumir helstu atburða gerðust einmitt á Hótel Borg og jafnframt sumar af þessum sögum sem sækja í hrunið. Hér gefst tækifæri til að ræða um kvikmyndagerð á krepputímum í einmitt því umhverfi.
Fulltrúar Grikklands: Penny Panayotopoulou leikstjóri September, Alexandros Avranas leikstjóri Miss Violence og Menelaos Karamaghiolis leikstjóri J.A.C.E.
Fulltrúar Íslands: Grímur Hákonarson, Gunnar Sigurðsson, Börkur Gunnarsson
Fundarstjóri: Valur Gunnarsson

 

4. OKTÓBER:
SJÓRÁN Á INTERNETINU: ÞJÓFNAÐUR EÐA TÚLKUN Á TJÁNINGARFRELSINU?
16.30-18.00 – Hótel Borg
Gestir: Franski dreifingaraðilinn Loic Magneron, varaþingmaður Pírata Ásta Helgadóttirog Tómas Þorvaldsson, hæstaréttarlögmaður
Loic Magneron hefur verið forstjóri Wide Management frá 1997, einum helsta dreifingaraðila óháðra kvikmynda í heiminum í dag. Ásta Helgadóttir er úr Píratapartíinu, sem varð í vor fyrsti Pírataflokkur í heiminum til að koma manni á þing. Ásamt Tómasi Þorvaldssyni munu þeir ræða dreifingu á netinu. Ætti allt þar að vera ókeypis? Og ef svo er, verður þá enn mögulegt að búa til bíómyndir?  Í heimildarmynd Simon Klose TPA AFK – The Pirate Bay Away From Keyboard er kíkt á bakvið tjöldin í umdeildu dómsmáli gegn stofnendum deilisíðunnar The Pirate Bay.
Fundarstjóri: Árni Matthíasson.