Home Fréttir Tortuga lifnar við

Tortuga lifnar við

Tortuga lifnar við
Líf og fjör í Tortuga.

Frá og með deginum í dag munu allir viðburðir á vegum Pírata eiga sér stað í raunheimum, nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Þessi ákvörðun er tekin í ljósi nýrra og rýmri samkomutakmarkana, sem tóku gildi í dag. Núna mega 300 manns koma saman og þá hefur nándarreglan verið lækkuð úr tveimur metrum í einn.

Það þýðir að Píratar geta núna hist í Tortuga með góðri samvisku; fundað um hin ýmsu málefni, plottað kosningasigur haustsins og skálað að loknum löngum vinnudegi.

Píratar munu þó halda áfram að senda út viðburði í beinu streymi, fyrir öll þau sem eiga ekki heimangegnt. Að sama skapi geta félagsmenn Pírata, sem ekki hafa tök á því að koma í Tortuga, óskað eftir fjarfundum.

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here