Tortuga lifnar við

Nýjar sóttvarnarráðstafanir bjóða upp á meiri samveru í Síðumúla.

Frá og með deginum í dag munu allir viðburðir á vegum Pírata eiga sér stað í raunheimum, nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Þessi ákvörðun er tekin í ljósi nýrra og rýmri samkomutakmarkana, sem tóku gildi í dag. Núna mega 300 manns koma saman og þá hefur nándarreglan verið lækkuð úr tveimur metrum í einn.

Það þýðir að Píratar geta núna hist í Tortuga með góðri samvisku; fundað um hin ýmsu málefni, plottað kosningasigur haustsins og skálað að loknum löngum vinnudegi.

Píratar munu þó halda áfram að senda út viðburði í beinu streymi, fyrir öll þau sem eiga ekki heimangegnt. Að sama skapi geta félagsmenn Pírata, sem ekki hafa tök á því að koma í Tortuga, óskað eftir fjarfundum.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....