Píratar XP

Tortuga lifnar við

Nýjar sóttvarnarráðstafanir bjóða upp á meiri samveru í Síðumúla.

Frá og með deginum í dag munu allir viðburðir á vegum Pírata eiga sér stað í raunheimum, nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Þessi ákvörðun er tekin í ljósi nýrra og rýmri samkomutakmarkana, sem tóku gildi í dag. Núna mega 300 manns koma saman og þá hefur nándarreglan verið lækkuð úr tveimur metrum í einn.

Það þýðir að Píratar geta núna hist í Tortuga með góðri samvisku; fundað um hin ýmsu málefni, plottað kosningasigur haustsins og skálað að loknum löngum vinnudegi.

Píratar munu þó halda áfram að senda út viðburði í beinu streymi, fyrir öll þau sem eiga ekki heimangegnt. Að sama skapi geta félagsmenn Pírata, sem ekki hafa tök á því að koma í Tortuga, óskað eftir fjarfundum.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X