TILNEFNINGAR Í NEFNDIR – FRESTUR FRAMLENGDUR

Frestur til þess að tilnefna fulltrúa Pírata í nefndir og ráð hefur verið framlengdur til miðvikudagsins 1. febrúar.

Tekið skal fram að farið verður með allar tilnefningar sem trúnaðarmál.

Gert er ráð fyrir að þingflokkurinn fari yfir allar innsendar tilnefningar á fundi í næstu viku og birt niðurstöður þegar Alþingi hefur fjallað um málið og staðfest tillögur þingflokksins.

Spurt hefur verið um hvað felst í því að sitja í þessum nefndum og ráðum og vísast til laga og reglugerða. Hér að neðan eru tenglar á nánari upplýsingar um þessar nefndir og lagalegar skilgreiningar á hlutverkum þeirra.

Nefnd um erlenda fjárfestingu
Lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri:

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1991034.html
Um hlutverk nefndarinnar:
http://www.althingi.is/altext/erindi/138/138-1085.pdf

Bankaráð Seðlabanka Íslands

Upplýsingar um Seðlabankann, skipurit ofl:
http://www.sedlabanki.is/um-sedlabanka-islands/sedlabanki-islands/stjornsysla-og-skipurit/

Í lögu um Seðlabanka Íslands, segir í28 gr. um hlutverk bankaráðs:

28. gr. Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda. [Seðlabankastjóri] 1) skal jafnan upplýsa bankaráð um helstu þætti í stefnu bankans og um reglur sem hann setur. Að öðru leyti skal bankaráð sérstaklega sinna eftirtöldum verkefnum:
a. Staðfesta tillögur [seðlabankastjóra] 1) um höfuðþætti í stjórnskipulagi bankans.
b. [Ákveða laun og önnur starfskjör aðstoðarseðlabankastjóra og fulltrúa í peningastefnunefnd, þ.m.t. rétt til biðlauna og eftirlauna. Kjararáð ákveður laun og önnur starfskjör seðlabankastjóra önnur en rétt til biðlauna og eftirlauna og önnur atriði sem varða fjárhagslega hagsmuni hans sem bankaráðið ákveður.] 2)
c. Hafa umsjón með innri endurskoðun við bankann og ráða aðalendurskoðanda.
d. Staðfesta starfsreglur sem [peningastefnunefnd] 1) setur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum, sbr. 24. gr.
[e. Fylgjast með framkvæmd starfsreglna og starfsháttum peningastefnunefndar.
f. Staðfesta val yfirmanna í peningastefnunefnd að fenginni tillögu seðlabankastjóra.] 1)
[g. ] 1) [Staðfesta reglur sem seðlabankastjóri setur um umboð starfsmanna bankans og aðstoðarseðlabankastjóra til þess að skuldbinda bankann, sbr. 23. gr.] 1)
[h. ] 1) Staðfesta kjarasamninga við starfsmenn bankans, fjalla um reglur um lífeyrissjóð þeirra og staðfesta skipun fulltrúa í stjórn hans þegar svo ber undir.
[i. ] 1) Staðfesta tillögu Seðlabankans til [ráðherra] 3) um reglur um reikningsskil og ársreikning bankans, sbr. 32. gr.
[j. ] 1) Veita [ráðherra] 3) umsögn um reglugerð um framkvæmd einstakra þátta laga þessara þegar svo ber undir, sbr. 39. gr.
[k. ] 1) Staðfesta ársreikning bankans, sbr. 32. gr.
[l. Staðfesta ákvörðun bankans um eiginfjármarkmið og ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar, sbr. 34. gr.] 4)
[m. ] 4) Staðfesta áætlun um rekstrarkostnað bankans sem [seðlabankastjóri] 1) leggur fram í upphafi hvers starfsárs.
[n. ] 4) Hafa eftirlit með eignum og rekstri bankans og staðfesta ákvarðanir um meiri háttar fjárfestingar.
[o. ] 4) Staðfesta reglur sem [seðlabankastjóri] 1) setur um viðurlög í formi dagsekta, sbr. 37. gr.
[p. ] 4) Staðfesta reglur sem [seðlabankastjóri] 1) setur um heimild starfsmanna bankans til setu í stjórnum stofnana og atvinnufyrirtækja utan bankans, sbr. 25. gr.
[q. ] 4) Staðfesta starfsreglur sem [seðlabankastjóri] 1) setur um varðveislu gjaldeyrisforðans, sbr. 20. gr.
1)L. 5/2009, 7. gr. 2)L. 87/2009, 6. gr. 3)L. 98/2009, 46. gr. 4)L. 122/2014, 1. gr.

Kjörstjórnir

Í lögum um kosningar til Alþingis er kveðið á um hlutverk kjörstjórna:
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2000024.html

Hér lýsir Landskjörstjórn hlutverki sínu stuttlega:
http://www.landskjor.is/landkjorstjorn/hlutverk/

Á vef innanríkisráðuneytisins er yfirlit yfir starfsskyldur yfirkjörstjórna:
https://www.kosning.is/althingiskosningar-2016/althingiskosningar/framkvaemd-/yfirkjorstjornir/

Í lögum um Þjóðgarðinn á Þingvöllum er fjallað um hlutverk stjórnar:
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2004047.html
2. gr. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skal vera undir stjórn Þingvallanefndar.
6. gr. Þingvallanefnd er heimilt, eftir því sem fjárveitingar á fjárlögum leyfa, að kaupa einstakar fasteignir, mannvirki og nytjaréttindi sem eru innan þjóðgarðsins og ekki eru í eigu íslenska ríkisins.
Þingvallanefnd er heimilt, að fengnu samþykki [ráðherra], 1) að taka eignarnámi einstakar fasteignir, mannvirki og nytjaréttindi innan þjóðgarðsins til þess að framkvæma friðun sem lög þessi mæla fyrir um. Um mat á bótum fer eftir lögum um framkvæmd eignarnáms.
Hver sá er fyrir fjártjóni verður vegna friðunar samkvæmt lögum þessum á rétt til skaðabóta úr ríkissjóði. Ef samkomulag næst ekki um bætur skulu þær ákveðnar í samræmi við ákvæði laga um framkvæmd eignarnáms.
1)L. 126/2011, 384. gr.
7. gr. Þingvallanefnd semur reglugerð 1) um þjóðgarðinn, verndun og meðferð hans, en [ráðherra] 2) staðfestir. Í reglugerð má ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og dvöl þar til að mæta kostnaði við þjónustuna og eftirlit með dvalargestum.
Þingvallanefnd getur einnig sett sérstakar tímabundnar reglur um umferð innan þjóðgarðsins, þ.m.t. bann við akstri utan vega og dvöl á ákveðnum svæðum, og sama gildir um veiðar dýra og fugla innan hans. Þá getur Þingvallanefnd sett reglur um meðferð spilliefna, frárennslis og annars sem hætta er á að mengi jarðveg og/eða vatn innan þjóðgarðsins, þ.m.t. Þingvallavatn, og flutning hættulegra efna og mengandi efna innan þjóðgarðsins.
1)Rg. 848/2005. Rgl. 214/2013. Rgl. 620/2015. 2)L. 126/2011, 384. gr.
8. gr. Þingvallanefnd ræður framkvæmdastjóra fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum sem jafnframt er þjóðgarðsvörður. Framkvæmdastjóri ræður annað starfsfólk þjóðgarðsins.

Grænlandssjóður

Í lögum um Grænlandssjóð er fjallað um hlutverk stjórnar sjóðsins:
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2016108.html

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....