Píratar XP

Tilnefningar fulltrúa í Landsdóm

Þingflokkur Pírata auglýsir eftir tilnefningum fulltrúa í Landsdóm. Í Landsdómi eiga sæti 15 dómarar,  af þeim eru átta kosnir af Alþingi til sex ára í senn og tilnefnir þingflokkur Pírata fulltrúa – sem síðan er kosið um í hlutfallskosiningu eftir þingstyrk.

Aðrir dómarar í Landsdómi eru þeir 5 Hæstaréttardómarar sem þar hafa setið lengst, auk  dómstjórans í Reykjavík og prófessors í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands.

Í 3.grein laga um Landsdóm segir um kjörgengi (lög nr. 3/1969 með síðari breytingum):

Enginn er kjörgengur í landsdóm samkvæmt b-lið 2. gr., nema hann fullnægi eftirgreindum skilyrðum: 1. Sé eigi yngri en 30 ára og eigi eldri en sjötugur. 2. Sé lögráða og hafi forræði fjár síns. 3. Hafi óflekkað mannorð. 4. Hafi íslenskan ríkisborgararétt. 5. Eigi heimili á Íslandi. 6. Sé eigi alþingismaður eða starfsmaður í stjórnarráðinu. Skylt er bæði konum og körlum, sem kjörgeng eru, að taka kjöri í landsdóm. Enginn, sem ekki fullnægir framangreindum skilyrðum, má sitja í landsdómi. Skyldir menn eða mægðir að feðgatali eða niðja eða hjón, kjörforeldri og kjörbarn, fósturforeldri og fósturbarn eða skyldir eða mægðir að fyrsta eða öðrum lið til hliðar mega ekki sitja samtímis í landsdómi.

Um landsdóm má fræðast á heimasíðu dómsins:

https://www.xn--landsdmur-b7a.is/

Vinsamlegast sendið ábendingar með nafni, símanúmeri og netfangi kandídata, ásamt stuttum rökstuðningi og/eða ferilskrá viðkomandi til starfsmanns þingflokks Pírata, Jóns Þórissonar: jonth@althingi.is.

Frestur til þess að skila tillögum er til 15. mars n.k.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X