Tillaga meirihlutans um borgarlínu samþykkt

„Þetta eru ánægjuleg tíðindi og marka tímamót í samgöngumálum í Reykjavik,” segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fyrr í dag samþykkti borgarstjórn tillögu meirihlutans í borginni um að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja vinnu sem tryggir framgöngu borgarlínu sem hágæða almenningssamgangna í Reykjavík. Borgarlína er samgöngukerfi með hraðvögnum sem fara um sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

Píratar lögðu mikla áherslu á borgarlínu fyrir kosningarnar í vor, sögðu það algjört lykilatriði að efla almenningssamgöngur og í því skyni yrði að byggja upp borgarlínu. Öflugur hópur úr grasrót flokksins á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í að vinna nýja samgöngustefnu þar sem tilgreint var að auka þurfi þjónustu Strætó, tengja strætisvagnakerfið við Borgarlínu og stytta ferðatíma fólks sem notar strætó.

„Þar er Borgarlína hryggjarstykkið í framtíðarþróun samgangna og húsnæðisuppbyggingu í borginni. Hún er grundvallarforsenda þess að breyta ferðavenjum og jafna möguleika allra á aðgengi að öruggum, ódýrum og vistvænum samgöngum,” segir í greinargerð með samgöngustefnu Pírata í Reykjavík.

Þau verkefni sem nú liggja fyrir umhverfis- og skipulagssviði eru samkvæmt samþykktinni eru:

  1. Klára breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með samgöngu- og þróunarásum fyrir hágæðakerfi almenningssamgangna – Borgarlínu.
  2. Hefja skipulagsvinnu rammaskipulags fyrir hágæðakerfi almenningssamgangna í sérrými með austur-vestur tengingu frá Lækjartorgi upp á Ártúnshöfða og norður-suður tengingu um Vatnsmýri. Drög verði tilbúin í vor og tillaga verði tilbúin næsta haust.
  3. Áætlun og eftir atvikum skipulagsvinnu fyrir fjölbreytta húsnæðisuppbyggingu meðfram þróunarásum borgarlínu, sem verði unnin samhliða.
  4. Tillögur að reitum innan áhrifasvæðis hágæða almenningssamgangna þar sem unnið er sérstaklega með hagkvæmar og nútímalegar lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.

Samþykktina má lesa hér:

https://reykjavik.is/sites/default/files/skjol_borgarstjornarfundur/tillaga_scpv_um_borgarlinu.pdf

Nánari upplýsingar um borgarlínu:

http://borgarlinan.is/

Mynd: Efstu konur á lista Pírata í Reykjavík fyrir kosningar. F.V. Vala Árnadóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Alexandra Briem og Dóra Björt Guðjónsdóttir. Á myndina vantar Rannveigu Ernudóttur sem skipaði 4. sæti á lista Pírata í Reykjavík.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....