Kæru Píratar
(English below)
Vegna þróunar á útbreiðslu Covid-19 síðustu daga hefur verið ákveðið að framlengja lokun í Tortuga og Stúdíó Tortuga til 15. ágúst nk. Fyrirhugað er að opna Stúdíó Tortuga aftur 16. ágúst og þá með viðeigandi sóttvarnarráðstöfunum > sjá meira um Stúdíó Tortuga.
Við beinum því til allra Pírata að skipuleggja allt fundahald í fjarfundum enn um sinn, eða þar til tilkynnt verður um annað. Á fundir.piratar.is getur hver sem er opnað eigið fundarherbergi og boðið öðrum með einföldum hætti.
Við munum áfram fylgjast með þróun mála og láta ykkur vita þegar staðan breytist, en bendum aftur á upplýsingasíðu Landlæknis og Almannavarna um koronaveiruna fyrir nánari upplýsingar: https://www.covid.is/
Við minnum á rafræna vettvanga Pírata:
- Málefnaspjall Pírata – spjall.piratar.is
- Kosningakerfi Pírata – x.piratar.is
- Píratar á facebook – PiratarXP
- Samhangs Pírata – https://fundir.piratar.is/samhangs – Píratar hittast í fjarfundi alla föstudaga kl 17 í létt spjall – næsta samhangs verður föstudaginn 7. ágúst nk.
Sem fyrr hvetjum við ykkur til að halda ykkar öfluga starfi áfram eftir bestu getu og hlúa vel hvert að öðru.
Kveðja,
Starfsfólk Tortuga
Dear Pirates
Due to recent development in the Covid-19 outbreak we have decided to postpone the reopening of Tortuga and Studio Tortuga until August 15th. We plan to open Studio Tortuga on August 16th.
We ask all Pirates to organize their meetings online until further notice.
We continue to watch for any changes and keep you updated as the situation unfolds. More information about Covid-19 can be found here: ttps://www.covid.is/
Pirates will keep Pirating online:
- Our discussion forum – spjall.piratar.is
- Our voting system – x.piratar.is
- The Pirate Party on facebook – PiratarXP
- Samhangs Pírata – https://fundir.piratar.is/samhangs – Pirates hang out online every Friday at 5 pm. The net hangout will be on August 7th.
We encourage you all to keep up the good work and take good care of each other.
Sincerely,
Tortuga staff