Píratar senda öllum konum baráttu- og heillaóskir á kvenréttindadaginn, 19. júní.
Frá fyrsta degi hafa Píratar lagt áherslu á að efla og vernda borgararéttindi. Í grunnstefnu flokksins segir skýrt að réttur hvers og eins einstaklings sé jafn sterkur að mati Pírata – hvers kyns sem hann er. Af þeim sökum hafa Píratar stutt kvenréttindabaráttuna af einurð og í verki, rétt eins og annarra hópa sem njóta ekki enn jafnræðis í íslensku samfélagi.
Píratar eru þannig stoltir af hnífjöfnu kynjahlutfalli á listum flokksins fyrir komandi kosningar. Af þeim 30 einstaklingum sem skipta efstu fimm sætin í kjördæmunum sex eru 15 konur, 13 karlar og tvö kynsegin. Þá er helmingur oddvita á framboðslistum flokksins konur.
Baráttunni fyrir réttindum kvenna lýkur aldrei og við þurfum alltaf að vera á varðbergi. Síðustu ár hafa sýnt okkur hvernig niðurrifsöfl um allan heim beita sér gegn sjálfsákvörðunarrétti kvenna, valfrelsi þeirra og borgararéttindum. Í þeirri baráttu eiga konur öflugan bandamann í Pírötum, flokknum sem berst fyrir borgararéttindum alltaf og alls staðar.
Konur – Til hamingju með daginn!