Til hamingju með daginn, konur!

Píratar berjast fyrir borgararéttindum, alltaf og alls staðar.

Píratar senda öllum konum baráttu- og heillaóskir á kvenréttindadaginn, 19. júní.

Frá fyrsta degi hafa Píratar lagt áherslu á að efla og vernda borgararéttindi. Í grunnstefnu flokksins segir skýrt að réttur hvers og eins einstaklings sé jafn sterkur að mati Pírata – hvers kyns sem hann er. Af þeim sökum hafa Píratar stutt kvenréttindabaráttuna af einurð og í verki, rétt eins og annarra hópa sem njóta ekki enn jafnræðis í íslensku samfélagi.

Píratar eru þannig stoltir af hnífjöfnu kynjahlutfalli á listum flokksins fyrir komandi kosningar. Af þeim 30 einstaklingum sem skipta efstu fimm sætin í kjördæmunum sex eru 15 konur, 13 karlar og tvö kynsegin. Þá er helmingur oddvita á framboðslistum flokksins konur.

Baráttunni fyrir réttindum kvenna lýkur aldrei og við þurfum alltaf að vera á varðbergi. Síðustu ár hafa sýnt okkur hvernig niðurrifsöfl um allan heim beita sér gegn sjálfsákvörðunarrétti kvenna, valfrelsi þeirra og borgararéttindum. Í þeirri baráttu eiga konur öflugan bandamann í Pírötum, flokknum sem berst fyrir borgararéttindum alltaf og alls staðar.

Konur – Til hamingju með daginn!

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....