Píratar eiga 9 ára afmæli í dag. Píratar voru stofnaðir árið 2012. Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy tilkynntu upphaflega um fyrirhugað framboð og formlegur stofnfundur flokssins fór síðan fram laugardaginn 24. nóvember 2012. Á stofnfundinum voru samþykkt drög að lögum fyrir flokkinn og þar ákveðið að nafn hans skyldi vera Píratar.
Á myndinni má sjá píratalegan upptakara sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata færði skrifstofu flokksins að gjöf. Við óskum öllum Pírötum landsins til hamingju með afmælið! Yarrr!