Píratar XP

Þú getur kosið Pírata í dag!

Utankjörfundaatkvæðagreiðsla er hafin

Þrátt fyrir að alþingiskosningarnar fari ekki fram fyrr en 25. september getur þú engu að síður kosið strax í dag. Það má gera utan kjörfundar hjá sýslumönnum um allt land, bæði á aðalskrifstofum þeirra og útibúum. Að sama skapi geta sýslumenn ákveðið að setja upp sérstaka kjörstaði í umdæmum sínum, en nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á vefsvæðinu syslumenn.is.

Auk þess má greiða atkvæði í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Jafnframt er hægt að kjósa eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis. Vegna faraldursins gætu þó verið sóttvarnaráðstafanir í gildi á kjörstöðum erlendis og fólk er hvatt til að spyrjast fyrir um þær hjá sendiskrifstofunum.

Þá er rétt að minna á að Píratar eru að safna undirskriftum fyrir framboðslistana sína um allt land. Í ljósi aðstæðna fer undirskriftasöfnun fram með rafrænum hætti – en nánari upplýsingar má nálgast hér.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X