Þú getur kosið Pírata í dag!

Utankjörfundaatkvæðagreiðsla er hafin

Þrátt fyrir að alþingiskosningarnar fari ekki fram fyrr en 25. september getur þú engu að síður kosið strax í dag. Það má gera utan kjörfundar hjá sýslumönnum um allt land, bæði á aðalskrifstofum þeirra og útibúum. Að sama skapi geta sýslumenn ákveðið að setja upp sérstaka kjörstaði í umdæmum sínum, en nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á vefsvæðinu syslumenn.is.

Auk þess má greiða atkvæði í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Jafnframt er hægt að kjósa eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis. Vegna faraldursins gætu þó verið sóttvarnaráðstafanir í gildi á kjörstöðum erlendis og fólk er hvatt til að spyrjast fyrir um þær hjá sendiskrifstofunum.

Þá er rétt að minna á að Píratar eru að safna undirskriftum fyrir framboðslistana sína um allt land. Í ljósi aðstæðna fer undirskriftasöfnun fram með rafrænum hætti – en nánari upplýsingar má nálgast hér.

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði...