Þrír íslenskir Píratar kosnir í stjórn Pírata í Evrópu (PPEU)

Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingkona Pírata á Íslandi, hefur verið kosin vara-formaður Pírata í Evrópu (PPEU). Auk Oktavíu voru þær Katla Hólm Þórhildardóttir, varaþingkona Pírata á Íslandi og Gamithra Marga, alþjóðafulltrúi Pírata á Íslandi, kosnar í stjórn Pírata í Evrópu. Íslenskir Píratar eiga nú samtals þrjú sæti í stjórn Pírata í Evrópu og hafa íslenskir Píratar aldrei verið fleiri í stjórninni. Mikuláš Peksa, núverandi þingmaður Pírata á Evrópuþinginu, var kosinn formaður Pírata í Evrópu. Markétka Gregorová, Evrópuþingmaður tékkneskra Pírata tekur sæti vara-formanns ásamt Oktavíu Hrund Jónsdóttur. Ítalskir Píratar komust í fyrsta sinn í stjórn ráðsins með kjöri Alessandro Ciofini sem gjaldkera.

Fimmti ársfundur Pírata í Evrópu fór fram á Ítalíu.

Ársfundur Pírata í Evrópu átti sér stað í Mílanó, Ítalíu dagana 2-3 nóvember. Píratar í Evrópu hafa notið mikillar velgengni á árinu. Tékkneskir Píratar fengu þrjá þingmenn kjörna á Evrópuþingið auk þess sem að þýskir Píratar héldu sínum þingmanni. Þá hafa evrópskir Píratar notið velgengni í sveitarstjórnum víða um Evrópu.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....