Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur tekið við sem þingflokksformaður Pírata, en hún var kjörin á þingflokksfundi á dögunum. Hún tekur við embættinu af Halldóru Mogensen. Björn Leví Gunnarsson var við sama tilefni kjörinn varaþingflokksformaður en Gísli Rafn Ólafsson gegnir enn embætti ritara þingflokksins.
Now