Þórhildur Sunna stendur vörð um mannréttindaverði

Þórhildur Sunna kjörin sérstakur skýrslugjafi

Mannréttindi þurfa vernd

„Um allan heim þurfa þau sem berjast fyrir mannréttindum að búa við kúgun og ótta við öryggi sitt. Ég mun leggja hart að mér við að vernda þau.“

Sagði Þórhildur Sunna á Evrópuráðsþinginu í gær er hún var kjörin sérstakur skýrslugjafi um stöðu mannréttindavarða innan aðildaríkja þingsins. 

Algengt að lögfræðingum og blaðamönnum sé beitt hefndaraðgerðum

Algengt er að einstaklingar og hópar sem beita friðsælum og löglegum aðferðum við af efla og standa vörð um mannréttindi, t.d. lögfræðingar, blaðamenn og meðlimir frjálsra félagasamtaka, séu beitt alvarlegum þöggunartilburðum. Sem dæmi má nefna hefndaraðgerðir, líkamlegt og andlegt ofbeldi, ólögmætar handtökur, réttar- og stjórnsýslueinelti, ófrægingarherferðir og takmarkanir á ferðafrelsi. 

Hlutverk Þórhildar Sunnu

Hlutverk Þórhildar Sunnu felur í sér reglulega rannsókn og úttekt á stöðu mannréttindavarða. „Ég er mjög þakklát samstarfsfólki mínu í mannréttinda- og laganefnd fyrir að hafa treyst mér fyrir þessu mikilvæga embætti innan þingsins!“ Þórhildur Sunna er kjörin til eins árs með möguleika á endurkjöri í eitt ár í viðbót.

Sérstakir skýrslugjafar Evrópuráðsþingsins eru níu talsins og fjalla um málefni sem þingið telur sérstaklega mikilvæg og þarfnast reglulegs eftirlits og eftirfylgni. Heitið „sérstakur skýrslugjafi um stöðu mannréttindavarða“ er þýðing Þórhildar Sunnu á enska titlinum General Rapporteur on the situation of Human Rights Defenders

Nákvæma útlistun á embættinu má finna á bls. 11 og 12 í verkáætlun laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins hér.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....