Píratar XP

Þórhildur Sunna sannfærði þing Evrópuráðsins

Þing Evrópuráðsins samþykkti skýrslu og harðorða yfirlýsingu, sem Pírati hafði veg og vanda af.

Þing Evrópuráðsins samþykkti í gær skýrslu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, um alvarleg mannréttindabrot á Krímskaga. Samhliða samþykkt skýrslunnar gaf þingið út samþykkt þar sem lýst er þungum áhyggjum af stöðu Krímtatara og krafist rannsóknar á mannréttindabrotum sem þeir hafa mátt þola.

Samþykktin er harðorð, margþætt og afgerandi, ekki síst í garð Rússa sem eru hvattir til að láta af framgöngu sinni á Krímskaga. Evrópuráðsþingið krefst þess þannig að Rússar stöðvi hernám sitt á Krímskaga og tryggi réttindi Tatara sem þar búa.

Að sama skapi fer þingið fram á rannsókn á „meintum morðum, mannránum, pyntingum og annarri ómannúðlegri meðferð sem Krímtatarar hafa mátt sæta,“ eins og það er orðað. Jafnframt er þess krafist að þau sem verða uppvís að slíkum brotum sæti viðskiptaþvingunum.

Þá er þess krafist að flutningur fanga frá Krímskaga til Rússlands og að öllum þeim sem sakfelld hafa verið fyrir brot á rússneskum lögum á Krímskaga, samviskuföngum þar með talið, verði sleppt úr haldi.

Sem fyrr segir var Þórhildur Sunna skýrsluhöfundurinn, en hún flutti framsögu um skýrsluna í Evrópuráðsþinginu í gær. Að umræðum loknum voru skýrslan og samþykktin bornar upp til atkvæða. Vinna Þórhildar naut yfirgnæfandi stuðnings: 73 þingmenn samþykktu skýrsluna, 17 greiddu atkvæði gegn og tveir sátu hjá.

Nánari upplýsingar um skýrslu Þórhildar má nálgast á vef Evrópuráðsþingsins. Þá má hlusta á framsögu Þórhildar og umræður þingmanna í framhaldinu með því að smella hér.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X