Píratar vekja athygli á eftirfarandi tilkynningu frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem var við kosningaeftirlit í Aserbaíjan en er nú á heimleið
-ENGLISH BELOW –
Fréttafundur alþjóðlegra eftirlitsaðila með forsetakosningum í Azerbaíjan sem fram fóru í gær 11. apríl 2018 var leystur upp af yfirvöldum í landinu og tekinn yfir rétt í þessu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, er stödd í Aserbaíjan á vegum Evrópuráðsþingsins. „Aserskir ráðamenn gátu ekki einu sinni liðið virtum alþjóðlegum eftirlitsstofnunum að tilkynna niðurstöður sínar, svo mjög er þeim í mun að vinna gegn lýðræðislegum ferlum í landinu,“ sagði Þórhildur Sunna um málið í samtali við skrifstofu Pírata. Hún er nú á heimleið eftir fjóra daga í Bakú við eftirlitsstörf ásamt ÖSE og ODIHR, Mannréttinda- og lýðræðisstofnun ÖSE.
ÖSE og Evrópuráðsþingið stóðu að sameiginlegu kosningaeftirliti vegna snemmbúinna forsetakosninga í Aserbaíjan. Sameiginleg niðurstaða þessara sendinefnda er sú að í raun hafi ekki verið um frjálsar né lýðræðislegar kosningar að ræða. Engin raunveruleg samkeppni var um stöðu forseta og sniðgengu stjórnarandstæðingar kosningarnar vegna þess að þeir töldu að ekki væri möguleiki á því að hafa sanngjarna, heiðarlega og opna umræðu um lýðræðislega þátttöku í landinu. Réttarríkið er ekki virkt og mannréttindi fótum troðin. Í umhverfi sem þessu er ómögulegt að halda lýðræðislegar kosningar.
Sem kosningareftirlitsaðili varð þingkona Pírata vitni að umtalsverðum brotum á málsmeðferð í kosningunum sjálfum. „Verklagsreglum var ekki fylgt varðandi að láta undirskriftafjölda og fjölda kjörseðla stemma, og mörg dæmi voru um að atkvæðum var komið fyrir í kjörkassanum af yfirvöldum. Fleiri hlutir voru athugaverðir, t.d talningaraðferðirnar sem og að eftirlitsaðilar kjörstjórna voru aðspurðir ekki með vitneskju sjálfir fyrir hvaða frambjóðenda þeir höfðu eftirlit. Ekkert var gert til að kosningar yrðu sanngjarnar,“ sagði Þórhildur Sunna. „Rétt er að taka fram að þetta var ekki algilt, á sumum stöðum var ágætlega staðið að þessum kosningum. Sérfræðingarnir í OSCE/ODIHR hafa komist að þeirri niðurstöðu að um óreglulegar kosningar var að ræða og mikið um vankanta í málsmeðferðinni sjálfri og það kemur fram í bráðabirgðarniðurstöðu frá stofnuninni. Feneyjarnefndin, sem einnig var á staðnum gerði einnig alvarlegar athugasemdir við framkvæmd kosninganna, aðdraganda þeirra og það kúgaða umhverfi sem umlykur þær.“
Eftirlitsaðilarnir tilkynntu óeðlileg og alvarleg atvik á allt að um 20% kjörstaða sem heimsóttir voru sem er mjög hátt hlutfall miðað við það sem gengur og gerist. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að þó að stjórnvöld í Aserbaíjan hafi oft lofað öllu fögru hvað varðar lýðræðisumbætur í landinu þá hefur það aldrei staðist. Stjórnvöld Aserbaíjan hafa fangelsað blaðamenn og pólitíska fanga og er mikið um slík alvarleg atvik. Þórhildur Sunna segir að Aserar búi ekki við raunverulegt lýðræði og að það sé áfall að fylgjast með því hvernig hlutirnir fara fram þarna og sjá hvað það er mikið um spillingu og alvarlegar pólitískar ofsóknir. Það sé ljóst að á vettvangi Evrópuráðsþingsins þá muni hún þurfa að fylgja eftir á mjög nákvæman hátt hvernig stjórnvöld í Aserbaíjan haga sér gagnvart borgurum sínum.
Meðfylgjandi eru upptökur af fundinum frá Þórhildi Sunnu ásamt mynd af þingkonunni
Nánari upplýsingar má fá hjá Þ. Sunnu í síma 8451311. Erfiðlega getur reynst að ná í Sunnu þar sem hún er á heimleið.
Aðstoð má fá á skrifstofu Pírata í síma 888-2103: Atli Þór Fanndal, eða 6943222: Eiríkur Rafn Rafnsson.
—
A press conference held by international election monitors, monitoring the presidential election in Azerbaijan on the 11th of April 2018, was dissolved by government officials a few moments ago.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, (Thorhildur Sunna Aevarsdóttir) an MP of the Icelandic Parliament and member of the Icelandic Pirate Party, is currently in Azerbaijan as a representative of the Parliamentary Assembly of the Council of Europe. Reporting back to the Pirate Party headquarters she stated that; “Azerbaijani officials could not even allow respected international election monitors to report on their findings, so eager are they to work against democratic processes in the country”. She is currently on-route home after four days in Baku, the capital of Azerbaijan, having taken part in the election monitoring alongside representatives from OSCE and ODIHR, the OSCE office for democratic institutions and human rights.
A joint delegation from OSCE and the Parliamentary Assembly of the Council of Europe provided international election monitoring for the snap presidential election in Azerbaijan. The common conclusion of the delegation was that neither a free nor democratic election had been held. There was no actual contest over the presidential election and opposition parties had boycotted the election, believing there was no possibility of a fair, honest and open debate on democratic participation in the country. The rule of law is void and human rights disregarded. In such an political climate the possibility of a democratic election is naught.
In her position as an election monitor the MP from the Pirate Party witnessed numerous infractions.
Attached is footage from the press conference and a photograph of Þórhildur Sunna Ævarsdóttir: https://drive.google.com/drive/folders/11G1GAQI47xOq7V2cEv2DOdqBCrRAm8MO
MP Aevarsdottir CV can be found here: https://www.althingi.is/altext/cv/en/?nfaerslunr=195
Further information and assistance can be obtained directly from Þórhildur Sunna Ævarsdóttir MP, telephone 00354851311. Please note that contacting Þórhildur immediately may prove difficult as she is currently traveling back home to Iceland. Assistance can be provided from the Pirate Party headquarters in Reykjavik, telephone 003548882103, Thor Fanndal.