Home Fréttir Þingskýrsla þingflokks Pírata

Þingskýrsla þingflokks Pírata

0
Þingskýrsla þingflokks Pírata

Þingflokkur Pírata hefur lokið vinnu við fyrsta áfanga þingskýrslu fyrir 148. löggjafarþing 2017-2018. Í skýrslunni eru störf þingflokksins fram að hefðbundnum þinglokum reifuð, en reglubundnum fundum Alþingis lauk í júní.

Þar sem 148. löggjafarþingi verður ekki formlega slitið fyrr en Alþingi kemur saman næsta haust er gerður fyrirvari um að við skýrsluna á eftir að bæta umfjöllun um störf þingflokksins frá þinglokum í júní og fram að því að þingstörf hefjast á ný í september. Skýrsla þingflokksins er því birt hér með þessum ofangreinda fyrirvara.

Skýrsla þingflokks Pírata fyrir 148. löggjafarþing Alþingis