Rakaskemmdir og mygla í húsum á Íslandi er útbreitt vandamál. Halldóra Mogensen er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um að Alþingi feli félags- og barnamálaráðherra, í samráði við heilbrigðisráðherra, að leggja til nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum til að uppræta og koma í veg fyrir tjón vegna rakaskemmda í fasteignum. Átta þingmenn þriggja flokka, Pírata, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins, standa að baki tillögunni og vilja að stjórnvöld bregðist við þeim vanda sem stafar af rakaskemmdum hér á landi með markvissum aðgerðum.
Leggja þau til sex markvissar aðgerðir:
1. Auka réttindavernd þeirra sem verða fyrir tjóni vegna rakaskemmda.
2. Efla sjálfstætt eftirlit með prófunum á byggingarefni áður en það er tekið í notkun hér á landi.
3. Efla þekkingu fagaðila á rakaskemmdum og forvörnum tengdum þeim.
4. Gera aðgengilegar á miðlægan hátt upplýsingar um framkvæmdir á húsnæði.
5. Taka upp jákvæða hvata fyrir tryggingafélög til að tryggja húsnæði gegn rakaskemmdum.
6. Taka upp jákvæða hvata fyrir fasteignaeigendur til að koma í veg fyrir og uppræta rakaskemmdir á eldra húsnæði.
Lagafrumvarp og viðeigandi reglugerðarbreytingar liggi fyrir eigi síðar en 30. apríl 2021.”
„Staðreyndin er að mygla getur haft mjög afdrifarík og oft óafturkræf áhrif á líf fólks. Fasteignir sem verða fyrir tjóni vegna leka og rakaskemmda geta orðið mjög kostnaðarsamar fyrir eigendur og þegar mygla vex í fasteign getur verið afar erfitt og dýrt að losna við hana,“ segirí greinargerð með tillögunni.
Þingsályktunartillöguna má finna hér: https://www.althingi.is/altext/151/s/0036.html