Þingsályktun um myglu og rakaskemmdir í fasteignum

Rakaskemmdir og mygla í húsum á Íslandi er útbreitt vandamál. Halldóra Mogensen er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um að Alþingi feli félags- og barnamálaráðherra, í samráði við heilbrigðisráðherra, að leggja til nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum til að uppræta og koma í veg fyrir tjón vegna rakaskemmda í fasteignum. Átta þingmenn þriggja flokka, Pírata, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins, standa að baki tillögunni og vilja að stjórnvöld bregðist við þeim vanda sem stafar af rakaskemmdum hér á landi með markvissum aðgerðum.

Leggja þau til sex markvissar aðgerðir:

1. Auka réttindavernd þeirra sem verða fyrir tjóni vegna rakaskemmda.

2. Efla sjálfstætt eftirlit með prófunum á byggingarefni áður en það er tekið í notkun hér á landi.

3. Efla þekkingu fagaðila á rakaskemmdum og forvörnum tengdum þeim.

4. Gera aðgengilegar á miðlægan hátt upplýsingar um framkvæmdir á húsnæði.

5. Taka upp jákvæða hvata fyrir tryggingafélög til að tryggja húsnæði gegn rakaskemmdum.

6. Taka upp jákvæða hvata fyrir fasteignaeigendur til að koma í veg fyrir og uppræta rakaskemmdir á eldra húsnæði.

Lagafrumvarp og viðeigandi reglugerðarbreytingar liggi fyrir eigi síðar en 30. apríl 2021.”

„Staðreyndin er að mygla getur haft mjög afdrifarík og oft óafturkræf áhrif á líf fólks. Fasteignir sem verða fyrir tjóni vegna leka og rakaskemmda geta orðið mjög kostnaðarsamar fyrir eigendur og þegar mygla vex í fasteign getur verið afar erfitt og dýrt að losna við hana,“ segirí greinargerð með tillögunni.

Þingsályktunartillöguna má finna hér: https://www.althingi.is/altext/151/s/0036.html

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....