Þingmenn Pírata óska eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Þann 6. október 2017 birti Kjarninn grein um ósk Jón Þórs og Evu Pandoru eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að ræða hvort Bjarni Benediktsson hafi í störfum sínum sem þingmaður nýtt sér innherjaupplýsingar sjálfum sér og fjölskyldu til framdráttar.

Hægt er að óska eftir fundi í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og það hafa þing­menn Pírata í nefnd­inni gert, þau Eva Pand­ora Bald­urs­dóttir og Jón Þór Ólafs­son. Þau vilja ræða hvort núver­andi for­sæt­is­ráð­herra í starfs­stjórn hafi í störfum sínum sem þing­maður nýtt sér inn­herj­a­upp­lýs­ingar sjálfum sér og fjöl­skyldu sinni til fram­drátt­ar.

Til­efnið er ný gögn sem sýna að Bjarni Bene­dikts­­son, þáver­andi þing­maður og nú­ver­andi starf­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni, fyrir um 50 millj­ónir króna, dag­ana fyr­ir banka­hrun­ið, eft­ir að hafa meðal ann­­ars setið fund sem þing­maður um al­var­­lega stöðu bank­ans, og miðlað þeim áfram til banka­manna.

Þrjá nefnd­ar­menn þarf til að koma á fundi og óska þau Eva Pand­óra og Jón Þór eftir þriðja nefnd­ar­mann­inum í við­bót til að taka undir þessa beiðni þeirra.

Þau telja að skoða þurfi hvort aðgangur þing­manna að þeim gögnum sem aflað í starfi geri það að verkum að þeir ættu að telj­ast inn­herj­ar. Sú atburð­ar­rás sem opin­ber­ast hafi gefið til­efni til þess að nefndin ræði þetta mál sem fyrst.

Þó að til­kynnt hafi verið um þing­rof verður þing ekki rofið fyrr en á kjör­dag. Þó að þingi hafi verið frestað þá halda þing­menn umboð­inu sínu frá kjós­endum og ábyrgð til að sinna eft­ir­lits­skyldu, segir í beiðn­inn­i.