Píratar XP

Þingflokkur Pírata styður baráttu launafólks

Tilkynning þingflokks Pírata vegna stöðunnar á vinnumarkaði.

Þingflokkur Pírata styður baráttu launafólks fyrir bættum kjörum, réttlátara samfélagi og sanngjarnara skattkerfi. Það er sjálfsagt að krefjast samfélags sem býður vinnandi fólki mannsæmandi líf. Þingflokkur Pírata er jafnframt sammála kröfum launafólks um tafarlausar aðgerðir til að tryggja öllum aðgang að öruggu húsnæði sem og aðgengi allra að opinberri heilbrigðisþjónustu. Slíkra grundvallarmannréttinda eiga allir að njóta

Þróun viðræðna verkalýshreyfinga og stjórnvalda veldur þingflokki Pírata þungum áhyggjum. Sein viðbrögð og viljaleysi ríkisstjórnarinnar til þess að koma til móts við eðlilegar og réttmætar kröfur launafólks stendur í vegi fyrir þvi að sátt náist á vinnumarkaði.

Þingflokkur Pírata gerir þá kröfu að ríkisstjórnin gæti sanngirni í viðræðum sínum við launafólk, án hennar getur aldrei myndast stöðugleiki og sátt í íslensku samfélagi.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X