Þingflokkur Pírata styður baráttu launafólks

Tilkynning þingflokks Pírata vegna stöðunnar á vinnumarkaði.

Þingflokkur Pírata styður baráttu launafólks fyrir bættum kjörum, réttlátara samfélagi og sanngjarnara skattkerfi. Það er sjálfsagt að krefjast samfélags sem býður vinnandi fólki mannsæmandi líf. Þingflokkur Pírata er jafnframt sammála kröfum launafólks um tafarlausar aðgerðir til að tryggja öllum aðgang að öruggu húsnæði sem og aðgengi allra að opinberri heilbrigðisþjónustu. Slíkra grundvallarmannréttinda eiga allir að njóta

Þróun viðræðna verkalýshreyfinga og stjórnvalda veldur þingflokki Pírata þungum áhyggjum. Sein viðbrögð og viljaleysi ríkisstjórnarinnar til þess að koma til móts við eðlilegar og réttmætar kröfur launafólks stendur í vegi fyrir þvi að sátt náist á vinnumarkaði.

Þingflokkur Pírata gerir þá kröfu að ríkisstjórnin gæti sanngirni í viðræðum sínum við launafólk, án hennar getur aldrei myndast stöðugleiki og sátt í íslensku samfélagi.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....