Þingflokkur Pírata óskar eftir tilnefningum

Þingflokkur Pírata óskar eftir tilnefningum fyrir fulltrúa í stjórn Tryggingastofnunar. Hlutverk stjórnar er að staðfesta skipulag stofnunarinnar, árlega starfs- og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Ennfremur á stjórnin að hafa eftirlit með starfsemi Tryggingastofnunar og  að reksturinn sé innan ramma fjárlaga hverju sinni.

Tilnefningar, ásamt rökstuðningi, skal senda til Eiríks Rafns Rafnssonar, aðstoðarmanns þingflokks, á netfangið eirikurrafn@althingi.is.

Frestur til að skila inn tillögum er til kl. 12.00 föstudaginn 12. maí 2017.