Þingflokkur Pírata óskar eftir tilnefningum og umsóknum frá grasrót Pírata

Nú líður senn að því að Alþingi skipi í ráð og stjórnir á vegum þingsins. Þingflokkur Pírata óskar eftir tilnefningum og umsóknum frá grasrót Pírata í stjórnir og ráð sem Alþingi, eða ráðherra eftir tilnefningu frá þingflokkum, skipar. Í flestum tilvikum skal skipa aðalmann og varamann.

Óskað er eftir fólki sem býr yfir menntun, reynslu og þekkingu til að vera forsvarar Pírata á viðkomandi vettvangi, koma sjónarmiðum Pírata á framfæri og upplýsa þingflokk Pírata um stöðu mála eftir því sem við á. Þess er óskað að umsóknum fylgi ferilskrá og ítarlegur rökstuðningur fyrir tilnefningu.

Ekki er komið á hreint endanlega hvar Píratar munu fá fulltrúa en óskað er eftir tilnefningum í eftirfarandi stjórnir og ráð:

  • Landskjörstjórn
  • Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis
  • Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis
  • Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis
  • Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis
  • Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður
  • Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður
  • Bankaráð Seðlabanka Íslands
  • Stjórn Ríkisútvarpsins
  • Landsvirkjun
  • Isavia
  • Rarik
  • Orkubú Vestfjarða
  • Íslandspóstur
  • Byggðastofnun

Frekari upplýsingar og móttöku tilnefninga veitir Eiríkur Rafn Rafnsson, aðstoðarmaður þingflokks (eirikurrafn@althingi.is). Frestur til tilnefninga er til kl. 12 mánudaginn 22. janúar 2018.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....