Þingflokkur Pírata óskar eftir tilnefningu i stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland
Nú fer fram vinna við mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland hjá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Vinnan verður samsett af stýrihópi, verkefnisstjórn og fimm verkefnahópum (faghópum) sem fjalla um málaflokka nýsköpunar á Íslandi. Stýrihópurinn mun hafa yfirumsjón með mótun stefnunnar. Þar verður helstu ákvarðanir um stefnumótunina teknar og almennar línur lagðar. Stýrihópurinn mun eiga reglulega fundi með fulltrúum verkefnisstjórnar og einstökum verkefnisstjórum, þar sem farið verður yfir framvindu vinnunnar. Ekki er greidd þóknun fyrir þátttöku í stýrihópnum.
Þingflokki Pírata hefur borist beiðni um tilnefningu í umræddan stýrihóp. Samkvæmt 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla hefur þess verið óskað að þingflokkurinn tilnefni bæði karl og konu í starfið. Verða því tilnefndir tveir einstaklingar, karl og kona. Þingflokkur Pírata auglýsir eftir tilnefningum í stýrihópinn. Þess er óskað að tilnefningar berist eigi síðar en við lok dags þann 19. júlí.
Frekari upplýsingar og móttöku tilnefninga veitir Eiríkur Rafn Rafnsson, aðstoðarmaður þingflokks Pírata, á eirikurrafn(at)althingi.is.