Píratar leita að nýjum starfskrafti

Þingflokkur Pírata auglýsir eftir einstaklingi til að starfa í hringiðu stjórnmálanna með þingmönnum flokksins. Við leitum að drífandi einstaklingi, með brennandi áhuga á stjórnmálum og félagsstarfi, sem getur hjálpað okkur að ná árangri.

Helstu verkefni og ábyrgð

  •  Samskipti við fjölmiðla
  •  Samskipti við grasrót Pírata
  •  Aðstoð við þingmenn í þingstörfum
  •  Ýmiss konar vinna með þingmönnum Pírata

Við leitum að skipulögðum dugnaðarforki sem getur skrifað framúrskarandi texta, hvort sem er við gerð fréttatilkynninga, ræðuskrif eða fyrir samfélagsmiðla. Frumkvæði, öguð vinnubrögð, sjálfstæði og samskiptahæfileikar skipta okkur miklu máli. Þekking á fjölmiðlum er kostur, sem og menntun og reynsla sem nýtist í starfi.

Um fullt starf er að ræða, tímabundið fram að næstu Alþingiskosningum. Reynslutími er 6 mánuðir. Laun og önnur kjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis.

Umsóknir má senda í umsóknarkerfi Alfreðs: https://alfred.is/starf/adstodarmadur-thingflokks-pirata-1

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....