Þingflokkur Pírata leggur fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá, byggða á frumvarpi stjórnlagaráðs og vinnu Alþingis í kjölfarið. Er þetta í fyrsta skiptið sem slíkt frumvarp er lagt fram, en framlagning þess felur í sér möguleikann á að halda vinnunni við nýju stjórnarskrána áfram þar sem frá var horfið árið 2013.

Þann 20. október 2012 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um gildistöku nýju stjórnarskrárinnar, þar sem rúmlega ⅔ kjósenda svöruðu því að þeir teldu að tillögur stjórnlagaráðs ættu að verða lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Þrátt fyrir það hefur Alþingi enn ekki lokið við lögfestingu nýju stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að hafa haft til þess 2.284 daga.

Það er íslenska þjóðin sjálf sem er stjórnarskrárgjafinn og hún hefur ákveðið að gefa sjálfri sér nýja stjórnarskrá. Þingmönnum og leiðtogum þjóðarinnar ber skylda til að halda áfram þeirri vinnu sem þeim var falið að vinna með þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2012. Þingflokkur Pírata leggur því sitt af mörkum með framlagningu uppfærðar nýrrar stjórnarskrár til að vilji íslensku þjóðarinnar verði virtur.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....