Þingflokkur Pírata býður Eirík Rafn Rafnsson og Baldur Karl Magnússon velkomna til starfa.
Eiríkur Rafn er stjórnmálafræðingur að mennt og starfaði sem lögreglufulltrúi hjá sérstökum saksóknara við rannsókn á orsökum og afleiðingu bankahrunsins. Einnig starfaði hann sem kosningastjóri Pírata í undanförnum Alþingiskosningum og hefur setið í framkvæmdaráði Pírata undanfarið ár.
Baldur Karl er lögfræðingur að mennt og útskrifaðist úr Háskólanum í Reykjavík 2015. Baldur hefur einbeitt sér að rannsóknum á sviði lagasetningar um tjáningafrelsi í tengslum við meiðyrðamál og friðhelgi einkalífsins.