Þingflokkur Pírata leitar að einstaklingi til að starfa í hringiðu stjórnmálanna með þingmönnum flokksins. Við leitum að drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á stjórnmálum og félagsstarfi sem getur hjálpað okkur að ná árangri.Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við fjölmiðla
- Vinna við þingmál
- Samskipti við grasrót Pírata
- Ýmis konar vinna með þingmönnum Pírata
Menntunar- og hæfniskröfur
Skipulagður dugnaðarforkur sem getur skilað frá sér framúrskarandi texta, hvort sem er við vinnslu þingmála, ræðuskrif eða fyrir samfélagsmiðla. Frumkvæði, öguð vinnubrögð, sjálfstæði og samskiptahæfileikar skipta okkur miklu máli. Þekking á og tengsl við fjölmiðla er kostur sem og auðvitað menntun eða reynsla til að ná þeim árangri sem við leitum að.
Um fullt starf er að ræða, tímabundið fram að næstu Alþingiskosningum. Laun og önnur kjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis. Vinnutími er breytilegur. Æskilegt er að umsækjandi getið hafið störf sem fyrst. Umsókn ásamt rökstuðningi fyrir hæfni skal fylgja umsókn. Öllum umsóknum verður svarað.
Hægt er að sækja um í gegnum ráðningarkerfi Alfreðs: https://alfred.is/starf/adstodarmadur-thingflokks-pirata
Einnig má senda umsókn ásamt fylgigögnum í tölvupósti á thingflokkur@piratar.is.
Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2020.