Þingflokkur Pírata auglýsir eftir aðstoðarmanni þingflokks

Þingflokkur Pírata auglýsir eftir aðstoðarmanni í fullt starf. Í starfi aðstoðarmanns felst ýmis konar aðstoð við þingmenn en um er að ræða spennandi starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Viðkomandi þarf að geta starfað vel í teymi auk þess að geta starfað einn og að eigin frumkvæði. Vinnutími getur verið breytilegur eftir því hversu mikið álag er í þingstörfum hverju sinni. Ráðning í starf aðstoðarmanns er tímabundin út kjörtímabilið.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Gerð þingmála, t.d. lagafrumvarpa, þingsályktunartillagna o.fl.
Gerð annarra þingskjala, t.d. nefndarálita og breytingartillagna.
Rannsóknarvinna í tengslum við þingstörf. Gerð úttekta, minnisblaða, greinargerða o.fl.
Lestur umsagna um þingmál.
Samskipti við skrifstofu Alþingis.
Vinnsla erinda og samskipti við almenning.
Aðstoð við ræðuskrif.
Fjölmiðlun og almannatengsl.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun, t.d. lögfræði, stjórnmálafræði eða hagfræði, starfsreynsla eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Gerð er krafa um lögfræðilega þekkingu.
Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
Þekking og skilningur á grunnstefnu Pírata.
Góð þekking á íslensku samfélagi, stjórnmálum og stjórnsýslu.
Góð þekking á samfélagsmiðlum.
Færni í mannlegum samskiptum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Baldur Karl Magnússon, aðstoðarmaður þingflokks Pírata, baldurkarl@althingi.is.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir skulu sendar á baldurkarl@althingi.is merktar “Aðstoðarmaður þingflokks”. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur er til og með 28. desember 2018.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....