Píratar XP

Þingflokkur Pírata auglýsir eftir aðstoðarmanni þingflokks

Þingflokkur Pírata auglýsir eftir aðstoðarmanni í fullt starf. Í starfi aðstoðarmanns felst ýmis konar aðstoð við þingmenn en um er að ræða spennandi starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Viðkomandi þarf að geta starfað vel í teymi auk þess að geta starfað einn og að eigin frumkvæði. Vinnutími getur verið breytilegur eftir því hversu mikið álag er í þingstörfum hverju sinni. Ráðning í starf aðstoðarmanns er tímabundin út kjörtímabilið.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Gerð þingmála, t.d. lagafrumvarpa, þingsályktunartillagna o.fl.
Gerð annarra þingskjala, t.d. nefndarálita og breytingartillagna.
Rannsóknarvinna í tengslum við þingstörf. Gerð úttekta, minnisblaða, greinargerða o.fl.
Lestur umsagna um þingmál.
Samskipti við skrifstofu Alþingis.
Vinnsla erinda og samskipti við almenning.
Aðstoð við ræðuskrif.
Fjölmiðlun og almannatengsl.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun, t.d. lögfræði, stjórnmálafræði eða hagfræði, starfsreynsla eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Gerð er krafa um lögfræðilega þekkingu.
Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
Þekking og skilningur á grunnstefnu Pírata.
Góð þekking á íslensku samfélagi, stjórnmálum og stjórnsýslu.
Góð þekking á samfélagsmiðlum.
Færni í mannlegum samskiptum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Baldur Karl Magnússon, aðstoðarmaður þingflokks Pírata, baldurkarl@althingi.is.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir skulu sendar á baldurkarl@althingi.is merktar “Aðstoðarmaður þingflokks”. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur er til og með 28. desember 2018.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X