Þingflokkur Pírata auglýsir eftir aðstoðarmanni

Þar sem núverandi aðstoðarmaður okkar er að hverfa til annarra starfa leitum við að fjölhæfum einstaklingi til þess að taka þátt í áhugaverðum og fjölbreyttum verkefnum með okkur í þingheimum.

Um er að ræða krefjandi starf þar sem engir tveir dagar eru eins. Við leitum að 11. þingmanni Pírata sem getur verið skipulagður í óreiðunni, sýnt frumkvæði, haft yfirsýn yfir starfsemi þingsins og samfélagsumræðu líðandi stundar.

Umsóknarfrestur er til 24. mars og þarf viðkomandi að geta hafið störf eigi síðar en 1. maí n.k.

Starfskjör eru samkvæmt reglum Alþingis.

Við leitum að einstaklingi sem hefur:

  • Menntun og reynslu sem nýtist starfi á vettvangi Alþingis, t.d. lögfræðimenntun, almannatengsl eða verkefnastjórnun
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
  • Hjarta sem slær fyrir grunnstefnu Pírata
  • Staðgóða þekkingu á íslensku samfélagi, stjórnsýslu og stjórnmálum
  • Reynslu af  almennum rekstri og færni til þessa að annast bókhald þingflokksins og  samskipti við skrifstofu Alþingis
  • Skipulagshæfleika og getu til þess að samhæfa stóru myndina í störfum þingflokksins
  • Góða almenna tölvukunnátta og færni í WordPress
  • Þekkingu á fjölmiðlun
  • Reynslu af ræðuskrifum

Umsóknir merktar Starf aðstoðarmanns skal senda á netfangið jonth@althingi.is fyrir 24. mars n.k: ferilskrá að hámarki tvær blaðsíður ásamt stuttri greinargerð (hámark ein blaðsíða) um hvers vegna þú ert rétti einstaklingurinn fyrir okkur.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....