Við látum ekki samkomubann og veirufaraldur stoppa okkur í því að vera Pírata. Í síðustu viku prófaði þingflokkur Pírata að bjóða grasrótinni upp á óformlegt spjall í gegnum Jitsi þar sem fundahöld í kjötheimum eru ekki sá raunveruleiki sem við búum við næstu vikurnar. Það er mikilvægt að halda sambandi og ná samtali augliti til auglitis.
Fyrsta tilraun til þingflokksspjalls á Jitsi gekk ágætlega og verður annar fundurinn í röðinni þriðjudaginn 31. mars kl. 19:30-20:30 – utan dagvinnutíma til að tryggja að sem flestir geti tekið þátt.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson verða til skrafs og ráðagerða á jitsí fundi #2 í röðinni. Þau vilja eiga samtal við grasrót um ástandið í samfélaginu, hvað Píratar eru að gera í því og þingstörfin undanfarna daga.
Byrjum á smá yfirliti yfir þingstörfin undanfarið frá þingmönnum og opnum svo fyrir spurningar og almennt spjall.
Þriðjudaginn 31. mars kl. 19:30 – 20:30 hérna: https://jitsi.piratar.is/Fjarthingi