Þingflokksspjall í samkomubanni

Við látum ekki samkomubann og veirufaraldur stoppa okkur í því að vera Pírata. Í síðustu viku prófaði þingflokkur Pírata að bjóða grasrótinni upp á óformlegt spjall í gegnum Jitsi þar sem fundahöld í kjötheimum eru ekki sá raunveruleiki sem við búum við næstu vikurnar. Það er mikilvægt að halda sambandi og ná samtali augliti til auglitis.

Fyrsta tilraun til þingflokksspjalls á Jitsi gekk ágætlega og verður annar fundurinn í röðinni þriðjudaginn 31. mars kl. 19:30-20:30 – utan dagvinnutíma til að tryggja að sem flestir geti tekið þátt.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson verða til skrafs og ráðagerða á jitsí fundi #2 í röðinni. Þau vilja eiga samtal við grasrót um ástandið í samfélaginu, hvað Píratar eru að gera í því og þingstörfin undanfarna daga.

Byrjum á smá yfirliti yfir þingstörfin undanfarið frá þingmönnum og opnum svo fyrir spurningar og almennt spjall.


Þriðjudaginn 31. mars kl. 19:30 – 20:30 hérna: https://jitsi.piratar.is/Fjarthingi

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....