Píratar XP

Þingflokksspjall í samkomubanni

Við látum ekki samkomubann og veirufaraldur stoppa okkur í því að vera Pírata. Í síðustu viku prófaði þingflokkur Pírata að bjóða grasrótinni upp á óformlegt spjall í gegnum Jitsi þar sem fundahöld í kjötheimum eru ekki sá raunveruleiki sem við búum við næstu vikurnar. Það er mikilvægt að halda sambandi og ná samtali augliti til auglitis.

Fyrsta tilraun til þingflokksspjalls á Jitsi gekk ágætlega og verður annar fundurinn í röðinni þriðjudaginn 31. mars kl. 19:30-20:30 – utan dagvinnutíma til að tryggja að sem flestir geti tekið þátt.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson verða til skrafs og ráðagerða á jitsí fundi #2 í röðinni. Þau vilja eiga samtal við grasrót um ástandið í samfélaginu, hvað Píratar eru að gera í því og þingstörfin undanfarna daga.

Byrjum á smá yfirliti yfir þingstörfin undanfarið frá þingmönnum og opnum svo fyrir spurningar og almennt spjall.


Þriðjudaginn 31. mars kl. 19:30 – 20:30 hérna: https://jitsi.piratar.is/Fjarthingi

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X