Píratar XP

„Það er gott að vera hagsýnn, en hér erum við bara að tala um svelti“

28. apríl mættu fulltrúa Landspítalans á opinn fund velferðarnefndar Alþingis og fékk fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar enn eina falleinkunnina á þeim fundi. María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, kynnti umsögn spítalans og lýsti því hvernig vísvitandi sé verið að villa um fyrir umræðunni með því að nýta ríkisreikninga til að meta stöðu spítalans í stað samanburðarhæfra gagna frá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.  Einnig benti hún nefndarmönnum á að ekki sé hægt að blanda saman fé til fjárfestinga og fé til rekstrar þegar kemur að því að fjalla um fjárheimildir til spítalans, en á sama tíma er ekki verið að veita neinu fé til tækjakaupa og innréttinga í nýtt húsnæði. Þegar allt kemur til alls er verið að skera starfssemi Landspítalans enn frekar niður og vantar til að mynda 10 milljarða á næsta ári svo hægt sé að viðhalda núverandi þjónustu.

Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu hafa raunútgjöld til heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lækkað á árunum 2007 til 2016 um tæp 9% og lækkað um rúm 7% til Landspítalans á sama tíma, en hækkað um 42% til sérgreinalækna, en sú hækkun hefur að mestu átt sér stað frá árinu 2013.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og fulltrúi í velferðarnefnd, spurði hvernig stjórnendur LSH hyggðust ná að manna stöður hjúkrunarfræðinga og sérfræðilækna í sumar, sérstaklega í ljósi hærri launataxta sérfræðilækna í einkageiranum og yfirlýsinga hjúkrunarfræðinema um að ráða sig ekki til Landspítalans í sumar. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, sagði að um 100 hjúkrunarfræðinga vantaði til starfa og ekki væri fyrirsjáanlegt hvernig það vandamál yrði leyst.

Orð Maríu Heimisdóttur í fyrirsögninni, um kröfur stjórnvalda til hagræðingar, lýsa fundinum ágætlega.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X