Tæknilæsi fyrir fullorðið fólk – Bein útsending


H1 Að kenna fullorðnum á heimabanka og samfélagsmiðla

Píratamæðginin Rannveig Ernudóttir, virkniþjálfi, umsjónarkona félagsstarfs eldri borgara í þjónustuíbúðum aldraðra á Dalbraut 27 og varaborgarfulltrúi Pírata og Huginn Þór, nemi í Tækniskólanum og stjórnarmeðlimur í Pírötum í Reykjavík og Ungum Pírötum, eiga margt sameiginleg annað en að tilheyra sömu fjölskyldu og að vinna saman hjá Reykjavíkurborg. Fyrir utan Píratismann hafa þau einnig bæði mikinn áhuga á tækni og velferðarmálum. Þau tóku sig til og settu á fót námskeið í tæknilæsi fullorðinna stuttu áður en neyðarástand vegna kórónuveirunnar kom upp og var kennt á spjaldtölvur.

Huginn Þór

Námskeiðið var þróað í samvinnu við Skema og fengu þau til lið við sig þau Úlf Atlason verkefnastjóra Skema, Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur kennara hjá Skema og Francesco Barbaccia, virkniþjálfa og umsjónarmanns félagsstarfs í þjónustuíbúðum aldraðra í Norðurbrún 1. Einnig leituðu þau til velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar þar sem Arnar Guðmundur Ólason stökk upp á vagninn. Þá leitaði teymið ráðgjafar hjá Guðrúnu Jóhönnu Hallgrímsdóttur verkefnastjóra endurhæfingar í heimahúsi hjá Reykjavíkurborg.

Vert er að nefna að Reykjavíkurborg greiddi fyrir fyrra tilraunanámskeiðið og það keypti einnig 16 bæklinga frá LEB (Landssambandi eldri borgara), en sambandið hafði látið þýða frábæra kennslubæklinga af dönsku yfir á íslensku, annars vegar fyrir þá sem nota Apple spjaldtölvur og hins vegar þá sem nota Android spjaldtölvur.

H2 Breyttar forsendur kalla á nýjar lausnir

Teymið náði að halda eitt námskeið sem spannar þrjár vikur áður en samkomubann skarst í leikinn. Þau eru þó ekki af baki dottið heldur leitar nú lausna til að koma á fjarkennslu.

“Vandinn er núna hvernig skipuleggja megi kennslu í gegnum tækni fyrir fólk sem þarf að læra tækni. Fyrsta námskeiðið gekk alveg glimrandi vel. Við vorum byrjuð að tala um einhvers konar fjarkennslu. Svo hefur lítið getað unnist í þessu vegna ástandsins. Núna hefur þörfin samt aldrei verið meiri,“ segir Rannveig.

„Með því gefst okkur kostur á að vera með kennslu fyrir miklu fleiri og á öllum stöðum á landinu.“

H3 Námskeiðin eru ætluð

Námskeiðin eru ætluð að kenna fullorðnum allt frá því að nota heimabanka, snjalltækið, netið og samfélagsmiðla. Kennarar hópsins hafa undanfarið verið að útbúa kennslumyndbönd og eru nú að leita að bestu dreifingarleiðinni til þeirra sem vilja nýta þessi myndbönd.

Á fimmtudaginn (9.apríl) klukkan 17:00 munu þau mæðgin vera á Facebook síðu Pírata (Hlekkur á síðuna) í beinni útsendingu og sitja fyrir svörum í eina klukkustund. Ykkur gefst tækifæri til þess að senda þeim spurningar á Facebook á meðan á útsendingunni stendur. Einnig er hægt að senda spurningar á netfangið piratar@piratar.is og þeim verður komið áleiðis og svarað á fimmtudaginn.

H4 Beint-Streymi – hvernig fer viðburðurinn fram?

Klukkan 17:00 verða þau Rannveig og Huginn í stúdíó Pírata og verða í beinni útsendingu í gegnum Facebook. 

Útsending mun hefjast rétt fyrir klukkan 17:00 og birtast á Facebook síðu Pírata. Áhorfendur geta þá skrifað spurningar í spjallglugganum undir póstinum, eða sent spurningar fyrirfram á piratar@piratar.is. Þau mæðgin munu svara öllum spurningum á meðan á útsendingu stendur.

Fylgist með aðal Facebook síðu Pírata rétt fyrir klukkan 17:00 á fimmtudaginn. Hlekkurinn mun birtast efst.


H5 Hér er frétt um þetta framtak sem birtist nýlega í fréttablaðinu:
  • Aðeins meira að prufa lista
  • prufa þetta meira svona
  • og s´æiðan annar listur
  • listi
  • jgf kfdl fdlkl fdlk
H6 þau mæðgin munu svara öll

H6 þau mæðgin munu svara öll
https://www.frettabladid.is/frettir/leita-ad-taekni-til-ad-kenna-folki-taekni/

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....