Píratar XP

Píratar í Reykjavík kjósa nýja stjórn á morgun

Aðalfundur Pírata í Reykjavík er á morgun (laugardaginn 6. nóvember) klukkan 14:00. Til stóð að fundurinn yrði haldinn í höfuðstöðvum Pírata í Síðumúlanum, en vegna fjölgunar Covid smita er búið að færa fundinn alfarið yfir á netið.

Fólk getur mætt á fundinn í gegnum fjarfundarkerfi Pírata á þessari slóð:  https://fundir.piratar.is/pir2021


Dagskrá

  • 1. Skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir 2020.
  • 2. Ávarp Dóru Bjartar, oddvita borgarstjórnarflokks Pírata.
  • 3. Frambjóðendur til stjórnar PÍR kynna sig.
  • 4. Almennar umræður um málefni Pírata í Reykjavík.

Kosning til stjórnar PÍR hófst fimmtudaginn 4. nóvember 2021 kl:15.30 og lýkur á fundinum 6. nóvember kl:15.30. Úrslit birtast strax að kosningu lokinni.

Fundarstjóri: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata Reykjavíkurkjördæmi suður.

Stjórn Pírata í Reykjavík vonast til að sjá sem flesta á aðalfundinum.

Tengdar fréttir

Nýjustu færslur

 

Skoðun

X
X
X