Sunna Rós Víðisdóttir lögfræðingur tók sæti á Alþingi í morgun fyrir þingflokk Pírata.
Sunna Rós tekur sæti á Alþingi fyrir Helga Hrafn Gunnarsson, sem er fjarverandi.
Sunna Rós sem er 37 ára er fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs. Hún er með BA gráðu í Evrópu- og þjóðarétti frá Háskólanum í Groningen í Hollandi. Svo er hún að ljúka ML-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Tveir varaþingmenn sitja nú á Alþingi en Sara Elísa Þórðardóttir tók sæti fyrir Halldóru Mogensen, fyrr í þessum mánuði.