Sunna Rós og Inga Dóra taka til starfa fyrir þingflokk Pírata

Sunna Rós Víðisdóttir og Inga Dóra Guðmundsdóttir hófu í dag störf fyrir þingflokk Pírata. Með ráðningu þeirra eru starfsmenn þingflokksins orðnir fjórir talsins.

Inga Dóra Guðmundsdóttir er með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum. Hún hefur auk þess lokið bakkalárprófi í stjórnmálafræði. Inga Dóra hefur starfað hjá Háskóla Íslands við markaðsmál og starfaði áður hjá Greenqloud við stafræna markaðssetningu.

Sunna Rós Víðisdóttir lauk grunnámi í þjóða- og Evrópurétti frá háskólanum í Groningen í Hollandi og er að útskrifast með M.L.–próf frá Háskólanum í Reykjavík. Sunna Rós er fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata og hefur setið í úrskurðarnefnd hreyfingarinnar undanfarið, en lætur nú af þeirri stöðu í kjölfar ráðningarinnar. Sunna Rós hefur einbeitt sér að rannsóknum á sviði persónuupplýsingaréttar og friðhelgi einkalífs.

Þingflokkur Pírata býður Ingu Dóru og Sunnu Rós velkomnar til starfa.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....