Píratar XP

Sunna Rós og Inga Dóra taka til starfa fyrir þingflokk Pírata

Sunna Rós Víðisdóttir og Inga Dóra Guðmundsdóttir hófu í dag störf fyrir þingflokk Pírata. Með ráðningu þeirra eru starfsmenn þingflokksins orðnir fjórir talsins.

Inga Dóra Guðmundsdóttir er með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum. Hún hefur auk þess lokið bakkalárprófi í stjórnmálafræði. Inga Dóra hefur starfað hjá Háskóla Íslands við markaðsmál og starfaði áður hjá Greenqloud við stafræna markaðssetningu.

Sunna Rós Víðisdóttir lauk grunnámi í þjóða- og Evrópurétti frá háskólanum í Groningen í Hollandi og er að útskrifast með M.L.–próf frá Háskólanum í Reykjavík. Sunna Rós er fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata og hefur setið í úrskurðarnefnd hreyfingarinnar undanfarið, en lætur nú af þeirri stöðu í kjölfar ráðningarinnar. Sunna Rós hefur einbeitt sér að rannsóknum á sviði persónuupplýsingaréttar og friðhelgi einkalífs.

Þingflokkur Pírata býður Ingu Dóru og Sunnu Rós velkomnar til starfa.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X