Stóri skiltaskandallinn í Kópavogi

Framsóknarflokkurinn í Kópavogi auglýsir í leyfisleysi

Sigurbjörg Erla oddviti Pírata í Kópavogi hefur staðið í ströngu við að fá bæjaryfirvöld til að bregðast við ábendingum um auglýsingaskilti Framsóknarflokksins sem í tvígang voru sett upp í leyfisleysi. Áður hafi Kópavogsbær brugðist snarlega við sambærilegu máli og gert íbúa að taka niður auglýsingar á eigin lóð, en þá var um að ræða auglýsingar til stuðnings framboðs minnihlutaflokks í bæjarstjórn Kópavogs. Sigurbjörg spyr á facebook síðu sinni hvort flokkarnir sem sitja í meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs þurfi ekki að lúta sömu lögmálum og aðrir. Sigurbjörg mun fylgja málinu eftir til enda og við fylgjumst spennt með framvindunni.

Frettabladid.is fjallaði fyrst um málið 25. apríl sl. og fylgir fréttin hér:

Fær engin svör vegna „gígantískra“ skilta Fram­sóknar

Sigur­björg Erla Egils­dóttir, bæjar­full­trúi Pírata í Kópa­vogi, segist engin svör hafa fengið frá bæjar­yfir­völdum um það hvað þau hyggjast gera vegna skilta Fram­sóknar­flokksins við Skógar­lind í Kópa­vogi sem þar voru sett í ó­leyfi að sögn Sigur­bjargar.

„Það er alla­vega vika síðan þessi skilti fóru upp,“ segir Sigur­björg í sam­tali við Frétta­blaðið. Hún segist hafa sent erindi á bæjar­stjóra fyrir há­degi á þriðju­daginn í síðustu viku vegna málsins.

„Hann sendir þá um­hverfis­sviði erindi sem spyrst fyrir og í há­deginu eru komin svör um það að ekkert leyfi hafi fengist fyrir þessu,“ segir Sigur­björg.

Hún segist þá hafa spurt hvað eigi að gera í málinu og í­trekað fyrir­spurnina á fimmtu­dag síðast­liðinn og svo í morgun en engin svör hafi borist. Frétta­blaðið hefur reynt að ná tali af Ár­manni Kr. Ólafs­­syni, bæjar­­stjóra Kópa­vogs sem og Orra Hlöð­vers­­syni, odd­vita Fram­­sóknar í Kópa­vogi, án árangurs.

Sigur­björg bendir á að slíkt sé háð leyfi. Í að­draganda þing­kosninga síðasta haust segir Sigur­björg að stuðnings­kona eins fram­boðs hafi sett upp stuðnings­skilti heima hjá sér.

„Hún hengdi stuðnings­skilti á grind­verkið sitt, sem hún hélt að væri í lagi, enda heima hjá henni. Ein­hver kvartaði og henni var gert að taka þetta niður undir eins. Þessi skilti sem eru í Lindinni eru náttúru­lega gígantísk, það voru ein­hverjar súkku­laði­aug­lýsingar á hinni hliðinni í síðustu viku en nú er Fram­sókn á báðum hliðum.“

Frétta­blaðið hefur reynt að ná tali af Ár­manni Kr. Ólafs­syni, bæjar­stjóra Kópa­vogs sem og Orra Hlöð­vers­syni, odd­vita Fram­sóknar í Kópa­vogi, án árangurs

Eftirfylgni Sigurbjargar við málið hefur borið einhvern árangur því skiltin voru að endingu tekin niður. Í staðin spruttu þó upp ný skilti á öðrum stað í bænum eins og kom fram á frettabladid.is 29. apríl:

Skilti Fram­­sóknar farin niður en önnur komin upp: Fram­sókn bíður svara

Skilti Fram­sóknar í Kópa­vogi sem sett voru upp án leyfis við Lindir eru komin niður. Önnur skilti eru komin upp í Ögur­hvarfi, sem ekki heldur hefur fengist leyfi fyrir að sögn Sigur­bjargar Erlu Egils­dóttur, bæjar­full­trúa Pírata. Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar, segir framboðið bíða svara þjónustuaðila.

Frétta­blaðið ræddi skiltin í Lindunum við Sigur­björgu síðasta mánu­dag. Þá var vika síðan skiltin fóru upp að hennar sögn og hafði hún fengið þau svör frá bæjar­stjórn að ekkert leyfi hefði fengist fyrir upp­setningunni.

Slíkar skilta­upp­setningar eru háðar leyfi frá bæjar­yfir­völdum. „Kópa­vogs­bær hafði á endanum sam­band við lóðar­hafa sem sagðist ekkert hafa með þessi skilti að gera, það sé bara ein­hver þriðji aðili sem á þau og setti þau þarna. Það fór því að lokum svo að ein­hver starfs­maður frá bænum fór og fjar­lægði aug­lýsinguna úr rammanum,“ segir Sigur­björg.

„Síðan er komið í ljós að það er annað eins skilti komið upp fyrir framan Bónus í Ögur­hvarfi, á landi Kópa­vogs­bæjar,“ segir Sigur­björg. Hún hefur fengið þau svör frá bænum að ekki hafi heldur fengist leyfi fyrir um­ræddum skiltum.

Bíða svara þjónustuaðila

Í samtali við Fréttablaðið segir Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar, að framboðið hafi keypt auglýsingaplássið frá þjónustuaðila í góðri trú. „Þessi skilti hafa verið þarna uppi um allangt skeið fyrir framan augun á bæjarbúum og ýmsir auglýst þarna undanfarin misseri án þess að við það séu gerðar nokkrar athugasemdir,“ segir Orri.

„Ég veit ekki hvort maður eigi að kalla það skemmtilega tilviljun að það beri svo við að um leið og það er komin auglýsing frá okkur hjóli okkar samkeppnisaðilar í málið og geri athugasemd við það,“ segir Orri. Hann segir að framboðið muni að sjálfsögðu hlýta reglum.

„Við keyptum þetta auglýsingapláss frá þjónustuaðila skiltanna eins og flest framboð hafa verið að gera. „Við höfum leitað skýringa þessara aðila sem selja þessa þjónustu og beðið þá um að fullvissa okkur um að það sé leyfi fyrir skiltunum. Hann er að kanna málið núna, við erum að bíða niðurstöðunnar og munum svo haga okkar málum eftir því hvernig hún kemur út.“

Orri segir Framsókn leggja áherslu á gleði í sinni kosningabaráttu. „Grunntónninn er þar og okkar fyrsta boðorð er einfaldlega: Allir glaðir, allir kátir. Hugsum um okkur sjálf og fólkið sem í bænum býr,“ segir Orri.

Upprunaleg Birtingfrettabladid.is

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....