Stólum og sófum fargað úr Ráðhúsi Reykjavíkur


Notice: Trying to get property 'post_excerpt' of non-object in /var/www/virtual/piratar.is/htdocs/wp-content/themes/betheme/includes/content-single.php on line 214

20150504_121016

Í dag er verið að safna saman víðfrægum stólum og sófum til förgunar en lögmaður Casa mun mæta á staðinn til að gulltryggja að öllum eintökum eftirlíkinganna verði fargað á fullnægjandi hátt. Það felur í sér að ekki má nýta efnið úr stólunum í annað og verður því leðrið skorið og því hent ásamt öllu öðru úr stólunum.

Sit-in eða lay-in?

Sit-in eða lay-in?

Þetta mál er skólabókardæmi um það hversu illa er farið fyrir samfélagi okkar, þar sem hugverkaréttur verður til þess að góðum húsgögnum er hent fremur en að þeim sé komið til góðra nota. Enn fremur hversu harkaleg viðbrögð fulltrúa eigenda hugverkaréttarins eru, en þau verða til þess að ekki má breyta stólunum, gefa þá, endurnýta hráefnið til annarra nota og svo framvegis.

Einhverjir Píratar ætla að taka sér stöðu við húsgögnin til að mótmæla förgun þeirra, en afstaða Pírata til hugverka- og höfundaréttar er sú að samfélagið geri skýra kröfu til endurskoðunar slíks réttar. Þá afstöðu má, meðal annars, sjá í nethegðun fólks, meðvitaða og ómeðvitaða, án þess að túlka hana sem meðvitaða brotahegðun. Þeir bransar sem hafa brugðist við breyttri neysluhegðun á höfundaréttarvörðu efni hafa náð töluverðum árangri á sínum sviðum, sbr. Spotify og Netflix. Þessi módel, þó þau séu alls ekki fullkomin, sýna svart á hvítu að fólk vill fá að neyta höfundaréttarvarins efnis löglega, en til þess að það megi gerast þurfa bransarnir að koma á móts við breytta heimsmynd. Það sama þarf að ganga yfir húsgagnahönnuði sem tónlistarmenn.

Hvernig munu húsgagnahönnuðir annars bregðast við framförum í heimasmíði húsgagna, t.d. með tilkomu FabLab?

Hér má sjá stefnu Pírata í höfundaréttarmálum.

Settlegt sit-in Pírata til að vekja athygli á málinu.

Húsgögnin flutt í förgun (engir Píratar sköðuðust við gjörninginn)