Stofnfundur Pírata í Reykjavík

Félagið Píratar í Reykjavík verður stofnað með formlegum hætti í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 (jarðhæð), 101 Reykjavík, laugardaginn 14. desember klukkan 16:00.

Tekið verður við skráningum í félagið á staðnum; félagar í Pírötum í Reykjavík eru sjálfkrafa samhliða því félagar í Pírötum.

Dagskrárdrög:

1. Fundur settur
2. Kjör fundarstjóra
3. Kjör fundarritara
4. Lög félagsins
5. Kjör stjórnar
6. Ákvörðun um hvort bjóða eigi fram á sveitarstjórnarstigi 2014
7. Önnur mál