Stofnfundur Pírata: 24. nóvember kl. 14 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4 í Reykjavik.
Frestur til að senda lagabreytingartillögur og framboð í framkvæmdaráð er til kl. 20 fimmtudaginn 22. nóvember.
Boðið verður upp á Red Bull, heimabakaðar kökur og gúmmelaði, kannski hlaup og rótsterkt kaffi. Bingó til að halda okkur vakandi undir mjög stuttum ræðum.
Dagskrá fundarins
- 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
- 2. Setningarræður
- 3. Kynning á grunngildum félagsins og kosið um þau.
- 4. Drög að lögum félagsins ásamt breytingartillögum kynnt
- 5. Kosið um lög félagsins
- 6. Kosið í framkvæmdaráð skv lögum
- 7. Fundarhlé á meðan talning atkvæða og slembiúrtak fer fram
- 8. Úrslit kjörs í framkvæmdaráð kynnt
- 9. Fundarslit