Stofnfundur framundan

Stofnfundur Pírata: 24. nóvember kl. 14 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4 í Reykjavik.
Frestur til að senda lagabreytingartillögur og framboð í framkvæmdaráð er til kl. 20 fimmtudaginn 22. nóvember.
Lagabreytingartillögur og framboð skulu vera send á kassi@pirateparty.is.
Boðið verður upp á Red Bull, heimabakaðar kökur og gúmmelaði, kannski hlaup og rótsterkt kaffi. Bingó til að halda okkur vakandi undir mjög stuttum ræðum.

Dagskrá fundarins

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Setningarræður
3. Kynning á grunngildum félagsins og kosið um þau.
4. Drög að lögum félagsins ásamt breytingartillögum kynnt
5. Kosið um lög félagsins
6. Kosið í framkvæmdaráð skv lögum
7. Fundarhlé á meðan talning atkvæða og slembiúrtak fer fram
8. Úrslit kjörs í framkvæmdaráð kynnt
9. Fundarslit