Stjórarnir leggja kosningalínur fyrir haustið

Fram til sigurs!

Leiðin að kosningasigri var vörðuð á fyrsta fundi nýrra verkefnastjóra Pírata í Tortuga í dag.

Píratar auglýstu eftir öflugu fólki til að fylla stöður þriggja verkefnastjóra, sem hafa það verkefni að halda utan um kosningabaráttuna í haust. Verkefnastjórarnir munu þannig sjá til þess að Píratar uppskeri ríkulega í landsbyggðarkjördæmunum þremur: Suður, Norðvestur og Norðaustur.

Fleiri tugir umsækjenda sóttust eftir verkefnastjórastöðunum og að loknum ítarlegum viðtölum urðu þrjú fyrir valinu:

Atli Rafn Viðarsson,
Helgi Þorsteinsson Silva og
Katla Hólm Þórhildardóttir.

Sem fyrr segir var fyrsti fundur verkefnastjórana í Tortuga í dag. Myndin hér að ofan var tekin af því tilefni, en þar sem Katla Hólm er búsett á Írlandi var henni varpað upp á skjá í þetta skiptið.

Þau Atli, Helgi og Katla koma með margvíslega reynslu og þekkingu að borðinu sem mun nýtast vel í baráttunni framundan. Píratar óska þeim til hamingju með nýja starfið og hlakka til að vinna með þeim að sigrum haustsins.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....