Leiðin að kosningasigri var vörðuð á fyrsta fundi nýrra verkefnastjóra Pírata í Tortuga í dag.
Píratar auglýstu eftir öflugu fólki til að fylla stöður þriggja verkefnastjóra, sem hafa það verkefni að halda utan um kosningabaráttuna í haust. Verkefnastjórarnir munu þannig sjá til þess að Píratar uppskeri ríkulega í landsbyggðarkjördæmunum þremur: Suður, Norðvestur og Norðaustur.
Fleiri tugir umsækjenda sóttust eftir verkefnastjórastöðunum og að loknum ítarlegum viðtölum urðu þrjú fyrir valinu:
Atli Rafn Viðarsson,
Helgi Þorsteinsson Silva og
Katla Hólm Þórhildardóttir.
Sem fyrr segir var fyrsti fundur verkefnastjórana í Tortuga í dag. Myndin hér að ofan var tekin af því tilefni, en þar sem Katla Hólm er búsett á Írlandi var henni varpað upp á skjá í þetta skiptið.
Þau Atli, Helgi og Katla koma með margvíslega reynslu og þekkingu að borðinu sem mun nýtast vel í baráttunni framundan. Píratar óska þeim til hamingju með nýja starfið og hlakka til að vinna með þeim að sigrum haustsins.