Stefna Pírata í jafnréttis- og umhverfismálum

Píratar hafa nú lokið við að ganga frá öllum lögformlegum atriðum í tengslum við að bjóða fram í öllum kjördæmum. Hannað og þróað frábært kosningakerfi til að vinna að stefnumálum á sem lýðræðislegan máta með þátttöku allra sem það kjósa, óháð búsetu. Við fengum fréttir um það um helgina að kerfið okkar hefur verið tilnefnt til verðlauna hjá Ars Electronica. En úrslit verða kunngjörð í júní næstkomandi. Kerfið okkar er enn í betamode, þ.e.a.s. við erum enn að slípa það til, rétt eins og við erum enn að slípa það til hvernig við framkvæmum hluti sem við höfum aldrei áður gert, eins og t.d. hin opnu prófkjör okkar.

Píratar tóku ákvörðun um að búa ekki til djúpstæða stefnu í öllum málaflokkum fyrir kosningar, því að við vorum enn frekar fá þegar við vorum að mynda grunnstefnuna og við vildum hafa sem fjölbreyttasta flóru félagsmanna til að koma að þessari vinnu með okkur. Burðarstefnan er vandlega útfærð og hugsuð til enda, en okkur finnst mikilvægt að lofa ekki einhverju sem ólíklegt er að hægt er að efna þó að það sé mjög fallegt á blaði.

Nú hefur verið kallað eftir víðtækari stefnu í jafnréttismálum og umhverfismálum og það er frábært að finna fyrir slíkum áhuga og hvetur okkur til dáða. Við funduðum um helgina til að stilla saman strengi með þeim sem hafa sýnt hve mestan áhuga á stefnumótun í umhverfismálum og munum hafa málefnafund um bæði umhverfis- og jafnréttismál á þriðjudagskvöldið klukkan 20:00 í Grasrótarmiðstöðinni. Síðan verður stefnan sett í ferli í næstum því verðlaunakerfinu okkar á x.piratar.is 🙂

Þá erum við að vinna að því að setja ítarlegri útskýringar á helstu stefnumálum á þennan vef til að fyrirbyggja að fólk mistúlki hvað við stöndum fyrir. Við biðjumst forláts hvað það hefur tekið langan tíma, helstu ástæður eru mikill nördismi og löngun til að gera allt mjög nákvæmlega. Það tekur oft margfalt meiri tíma að skoða allt rækilega ofan í kjölinn á skútunni. En er vonandi burðugra fyrir vikið.

Myndbönd sem útskýra hvernig kosningakerfið okkar virkar: