ramkvæmdaráð hefur samþykkt stofnun „Starfshóps skipulagsbreytinga” og óskar eftir tilnefningum í starfshópinn.
Reglugerð hópsins má lesa hér neðar.
Markmið starfshópsins er að móta heildstæðan strúktúr svo strúkturinn verði skýrari og að hlutverkum sé útbýtað á lýðræðislegan máta og leggja fram breytingartillögur á lögum flokksins í lok vinnu sinnar. Starfshópurinn er er hugsuð sem vinnueining sem hefur það hlutverk að útbúa tillögur vegna lagabreytingartillagna og strúktúrs til aðalfundar.
Hugmyndin að stofnun starfshópsins kemur frá Snæbirni Brynjarssyni sem hefur staðið fyrir reglulegum fundum þar sem kjörnir fulltrúar og meðlimir úr grasrót hittast til að ræða skipulag á starfi flokksins. Í ályktun Snæbjörns til framkvæmdaráðs segir: „Þar hafa verið rædd ýmis konar vandamál sem telja má að spretti frá skipulagi flokksins. Markmið þeirra er ekki að leggja til þess að Píratar leggi niður flatan strúktúr, heldur að strúktúrinn verði skýrari og betri, svo að hlutverkum sé úthlutað á lýðræðislegan máta. Ég tel nauðsynlegt að halda þessari vinnu áfram en hef því miður ekki tíma til þess, m.a. vegna þess að flýg til Kína í lok apríl og verð í burtu 4 mánuði. Ég ætla því að koma með tillögu fyrir framkvæmdaráð um hvernig megi halda þessu áfram og legg til eftirfarandi: Á næsta fundi framkvæmdaráðs skipi ráðið starfshóp sem á að leggja fram breytingartillögur á lögum flokksins.”
Á fundi framkvæmdaráðs þann 15. apríl var stofnun hópsins samþykkt og hér með er óskað eftir fólki í hópinn.
Frestur til að skila tilnefningum er til kl 12:00 fimmtudaginn 2. maí 2019
Tilnefningar sendist á: framkvaemdarad@piratar.is merkt Starfshópur
Hér má lesa reglugerð hópsins:
Reglugerð
1.0 Markmið
1.1) Að móta heildstæðan strúktúr svo strúkturinn verði skýrari og að hlutverkum sé útbýtað á lýðræðislegan máta.
1.3) Leggja fram breytingartillögur á lögum flokksins í lok vinnu sinnar
1.4) Starfshópurinn er er hugsuð sem vinnueining sem hefur það hlutverk að útbúa tillögur vegna lagabreytingartillagna og strúktúrs til aðalfundar.
2.0 Skilgreining
2.1) Nefndin heyrir beint undir Framkvæmdaráð sem formleg stofnun innan Pírata.
2.2) Hlutverk, markmið og starfssvið skal vera Starfshópinum verður falið að afla sér upplýsinga, lesa skýrslur fyrrum formanna framkvæmdaráðs, kosningaskýrslur, taka viðtöl við félagsmenn og standa fyrir pallborðsumræðum ef þurfa þykir. Í starfshópinum skulu vera einhverjir kjörnir fulltrúar og einhverjir fulltrúar skipaðir af aðildarfélögum og skal vera falið að leysa eftirfarandi verkefni:
- Það hefur oft verið truflandi í kosningabaráttu að úthluta þurfi stjórnarmyndunarumboði með stuttum fyrirvara. Starfshópurinn skal leggja til tillögur um hvernig tryggja megi að ávallt sé einhver fulltrúi, einn eða fleiri, með umboð til að semja fyrir hönd hreyfingarinnar. Það skal vera skýrt í tillögum starfshópsins hverjir þeir einstaklingar séu, hvernig þeir séu skipaðir og hvernig megi afturkalla umboðið.
- Starfshópurinn skal skila inn tillögum um hvernig megi dreifa úr ábyrgð framkvæmdaráðs til að létta á álagi þess. Framkvæmdaráð hefur fjárráð, starfsmannahald, alþjóðasamstarf, skjölun og fjölmörg önnur verkefni á sinni könnu sem mögulega væri hægt að dreifa öðruvísi. Starfshópinum ber í þessu skyni að kynna sér starfsemi ráðsins í gegnum tímann og bera saman við aðrar stjórnmálahreyfingar, svo sem, en ekki einvörðungu, Pírata erlendis.
3.Starfshópurinn skal starfa í sumar og haust en leggja fram tillögur sínar viku fyrir aðalfund Pírata 2019 svo félagsmenn hafi tíma til að kynna sér þær, ræða og taka til umræðu á aðalfundi. Aðalfundur hefur svo umboð til að ákveða hvað gera skuli í framhaldinu, hvort halda skuli sérstakt lagaþing eða hvort vísa eigi tillögum til félagsmanna í atkvæðagreiðslu.
4) Nefndin er skipuð úr röðum Pírata
3.0 Skipan, ábyrgð og umboð
3.1) Framkvæmdaráð kveður á um hvernig skipa skuli í starfshópinn út frá lýsingu í lið 2.
3.2) Starfstímabil hópsins sé sem fyrst og fram að aðalfundi.
3.2.2) Einn úr þessum starfshóp er skipaður formaður starfshópsins og ber hann ábyrgð á hópnum í heild sinni.
3.4) Nefndin hefur heimild til myndunar vinnuhóps samkvæmt lögum Pírata lið 6.10.
3.5) Fulltrúar nefndarinnar skulu hittast eftir þörfum, en ekki sjaldnar en 1 sinni í mánuði.
3.6) Leitast skal við að fulltrúar hafi skýrt umboð til að sinna starfsviði sínu.
3.6.1) Ábyrgðaraðilar starfshópanna skulu hafa greiðan aðgang að húsnæði því sem þeir sinna og þar með handhafar að aðgangskóða Tortuga.
3.7) Formanni starfshópsins er heimilt með umboði Framkvæmdaráðs að vísa á brott nefndarfulltrúa við eftirfarandi aðstæður.
3.7.1) Ef hann reynist hamlandi í samvinnu.
3.7.2) Ef hann sinnir ekki þeim skyldum sem hann ber ábyrgð á.
3.7.3) Ef hann hverfur án þess að láta vita eða yfirgefur Pírata.
3.7.4) Ef hann misnotar aðstöðu sína í Tortuga.
3.8) Framkvæmdaráði er heimilt í samráði við nefndina að veita því aðrar sértækar heimildir til sérstakra verkefna.
3.9) Ef nefndarfulltrúi telur sig ekki getað framkvæmt viss verkefni getur hann alltaf neitað eða vísað verkefninu annað.
4.0 Verksvið | Skilgreiningar á verksviði
4.1.0 Móta strúktúr utan um grasrótarstarf og ferla Pírata sbr ofantalin verkefni
4.1.1) Leggi fram tillögur og lagabreytingartillögur til aðalfundar til umræðu og til kosningar um að vísa í kosningakerfið.
4.1.2) Fara yfir vinnu sem hefur verið unnið varðandi strúktúr og lagabreytingar, þ.m.t. Skýrslur starfsfólks, framkvæmdaráða, niðurstöður félagsfunda o.fl.
4.1.3) Nefndin sér ekki um að ákveða stefnuna heldur búa til tillögur sem lagðar eru fram á aðalfundi.
5.0 Fjárráð
5.1) Fjárráð nefndarinnar eru undir framkvæmdaráði komið hverju sinni.
5.2) Leitast skal til að nefndin hafi fjárhagsramma til að sinna störfum sínum hverju sinni.
5.3) Fulltrúar er bera ábyrgð á fjárhagstengdum verkefnum skulu fylgja umboði Framkvæmdaráðs.
6.0 Breytingar
6.1) Framkvæmdaráð skilgreinir umboð, hlutverk, ábyrgðir, markmið og verksvið nefndarinnar.
6.2) Framkvæmdaráð skal hafa samráð við skipaða fulltrúa þegar kemur að breytingum og gefa þeim kost á því að tjá sig um efnið.
6.3) Leitast skal við að almennar breytingar á reglugerð þessari eigi sér stað áður en ný nefnd tekur til starfa svo sem í aðdraganda aðalfundar.