Home Aðildarfélög Spjallfundir Ungra Pírata: Nýja stjórnarskráin

Spjallfundir Ungra Pírata: Nýja stjórnarskráin

Spjallfundir Ungra Pírata: Nýja stjórnarskráin

Hvar er nýja stjórnarskráin og hvers vegna ætti ungt fólk að leita að henni?

Þetta er meðal þess sem Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, frambjóðandi Pírata í Reykjavík, og Þorvaldur Gylfason, meðlimur Stjórnlagaráðs, munu velta fyrir sér á opnum spjallfundi Ungra Pírata. Fundurinn fer fram þriðjudag, 18. maí, milli klukkan 19 og 20:30. Hann er sá fyrsti í fundaröð Ungra Pírata (UP) fyrir alþingiskosningarnar í haust, þar sem UP munu varpa ljósi á það sem brennur á ungu fólki og hvernig það getur látið að sér kveða í baráttunni.

Á fundinum á morgun munu Gunnhildur og Þorvaldur ræða nýju stjórnarskrána, niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 og hvers vegna það er svo mikilvægt að Alþingi virði vilja þjóðarinnar – eins og Píratar hafa krafist frá stofnun flokksins. Þá munu þau leggja sérstaka áherslu á það hvernig ungt fólk getur látið að sér kveða í umræðunni. Hvernig atkívismi getur haldið málinu á lofti og þannig gert nýju stjórnarskrána að kosningamáli í haust.

Fundurinn fer fram á netinu og er öllum boðið. Fundargestir geta tekið þátt í umræðunum á Piratar.tv en fundinum verður þar að auki streymt á Facebook. Formaður Ungra Pírata, Huginn Þór, stýrir umræðunum og sér til þess að allt fari friðsamlega fram.

Nánari upplýsingar um „Spjallfund Ungra Pírata: Nýja stjórnarskráin og unga fólkið“ má nálgast hér og á Piratar.tv.

Uppfært: Hægt er að horfa á streymið hér. piratar.is/ungir-piratar/nyja-stjornarskrain-og-ungt-folk/

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here