Spennandi viðburðir í kvöld!

Í kvöld, 3. apríl, eiga sér stað tveir flottir viðburðir sem vert er að kíkja á.

Fyrst ber að nefna fund sem Íbúasamtökin Betra Breiðholt standa fyrir. Fundurinn hefst klukkan 19:30 í sal Breiðholtsskóla.

Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að hver og einn fulltrúi er með framsögu í um 5 mínútur.

Eftir framsögu allra framboða verða pallborðsumræður þar sem fundargestum gefst tækifæri á að spyrja og leita svara.

Fundurinn endar á því að hver fulltrúi framboða fær 2-3 mín. í lokaorð. Íbúasamtökin hafa gert það frá stofnun samtakanna að halda fundi sem þessa.

Í ráðhúsi Reykjavíkur verður síðan haldinn viðburður á vegum Landssambands æskulýðsfélaga, Stefnumót við Stjórnmálin.

“Stefnumót við stjórnmálin” er ráðstefna ungs fólks með stjórnmálamönnum og frambjóðendum til Alþingiskosninga 2013, haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 3. apríl næstkomandi.

Fáðu persónulega tengingu við stjórnmálamenn – Á stefnumótinu færðu gullið tækifæri til að spyrja stjórnmálamenn spjörunum úr.

Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki tækifæri á að hitta og ræða við fulltrúa allra framboða um hugðarefni sín í íslenskum stjórnmálum og samfélagi.

Sérstök áhersla verður lögð á málefni ungmenna á Íslandi á fundinum; æskulýðsmál, menntamál, samfélagsþátttöku og kjörsókn ungs fólks o.fl. sem viðkemur ungu fólki sérstaklega.

Fundurinn er haldinn í víðtæku samráði LÆF, Æskulýðsvettvangsins og aðildarfélaga þeirra auk ungliðahreyfinga, stúdentahreyfinga og annarra sem starfa með ungu fólki á Íslandi.

Ráðstefnan verður með nokkurs konar “World Café” eða þjóðfundarfyrirkomulagi, þar sem fundinum er skipt upp í nokkrar umræðustöðvar eftir málefnaflokkum. Frambjóðendur flakka á milli þessara umræðustöðva með reglulegu millibili og ræða viðkomandi málefni á jafnræðisgrundvelli við unga fólkið.

Sjá http://www.facebook.com/events/586684178008969/ fyrir frekari upplýsingar.

Sjáumst heil á þessum æsispennandi viðburðum!