Smári McCarthy og Birgitta Jónsdóttir gestir á aðalfundi PírÁs

Aðalfundur PírÁs á Hótel Stracta

Píratar á Suðurlandi halda árlegan aðalfund laugardaginn þann 9.nóvember nk. Aðalfundur-inn er haldinn á Hótel Stracta á Hellu og hefst með hádegisverði í boði Pírata kl:12.00. Hefbundin dagskrá hefst kl:13.00. Hádegisverður, kvöldverður og kokteilar eru í boði PíráS. Þetta verður sannkölluð veisla!

Dagskrá aðalfundar Pírata á Suðurlandi:

Á fundinum verða tekin fyrir hefðbundin aðalfundarstörf, kosin ný stjórn félagsins, skýrsla stjórnar, ársreikningur 2018, lagabreytingartillögur o.fl.

En við ætlum einnig að gera okkur glaðan dag og því verða skemmtilegir gestir með stutta og hnitmiðaða fyrirlestra, erindi og skemmtiatriði. Smári McCarthyVania Cristina Lopes, nýkjörinn formaður kjördæmafélagsins Pírata í Suðurkjördæmi og Birgitta Jónsdóttir eru meðal þeirra Pírata sem munu ávarpa fundinn.

Við hvetjum ykkur eindregið til að mæta og taka þátt í hátíðahöldunum með okkur. Það er um að gera að bjóða góðum vini eða lífsförunaut.

Við viljum ennfremur hvetja áhugasama að bjóða sig fram í stjórn félagsins. Píratar er flokkur sem er opin fyrir nýju fólki og nýjum hugmyndum, kannski átt þú erindi í stjórn félagsins? Hægt er að bjóða sig fram í kosningakerfi Pírata https://x.piratar.is/polity/265/election/93/

Síðdegis, eftir fundahöldin, mun hljómsveitin Tríólas sjá um ljúfa tóna og gjafapokar að hætti Pírata verða afhentir fundargestum. Fundurinn er opinn og við hvetjum ykkur öll til að mæta.

Skráið ykkur hér: http://bit.ly/PirasAdalfundur19

Beint streymi á YouTube, Facebook og Twitch:

Streymt verður frá fundinum á Facebook síðu Pírata á Suðurlandi @piratarsudurland og á YouTube og Twitch rásum Pírata.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....