Skýrsla um vinnu Pírata í borgarstjórn 2014-2018

Hér meðfylgjandi er uppgjörsskýrsla Pírata við vinnu borgarfulltrúa 2014-2018. Píratar tóku í fyrsta sinn sæti í sveitarstjórn þegar Halldór Auðar Svansson var kjörinn borgarfulltrúi þann 31. maí 2014.

Í skýrslunni er yfirferð yfir öll stefnumál Pírata í Reykjavík frá 2014 lið fyrir lið; hvað hefur unnist og hvar þarf að gefa í á næsta kjörtímabili. Píratar eiga heilmikið í sumu af þessu, minna í öðru en fyrst og fremst eru þetta allt saman samvinnuverkefni margra þar sem Píratar vinna eftir sinni stefnu til að tryggja að hlutirnir fari í rétta átt. Yfirferðin snýst um að skoða einfaldlega hvað hefur áunnist, frekar en að gera tilraun til að leggja mat á hver á hvað í því.

#ÞannigVinnaPíratar